Saturday, September 17, 2005

Á næturvakt í Kárahnjúkum...

Vinn 11 daga og svo 4 frí, nema hvað... Ófært vegna veðurs, ekkert flug og ég fékk tvo daga í frí í stað fjögurra. Flutti inn í nýju íbúðina. Gummi var nú búinn að bera stóran part af dótinu upp.
Loksins erum við að sameina allt dótið okkar. Dótið frá Egilsstöðum, úr íbúðinni í Reykjavík og það sem var geymt í bílskúrum úti í bæ. Fáránleg atriði koma í ljós, eins og við eigum 4 pönnukökuspaða, 4 ostaskera, a.m.k. 40 algjörlega ósamstæð glös, diska og hnífapör, 3 brauðristar, 4 kaffivélar...


Hvernig veit maður að maður á of mikið af bókum...

Fyrsta vísbending - maður er farinn að efnisraða bókum upp í hillurnar; spennusögur, ástarsögur, ævisögur, sögulegur skáldskapur o.s.frv.

Önnur vísbending - innan flokka er maður farinn að raða eftir höfundum;

Spennusögur: Stephan King
Mary Higgins Clark
Sidney Sheldon
Patrica Cornwall...

Þriðja vísbending - Annars vegar innlendir höfundar, hins vegar erlendir...

Þarna nýtist það manni að hafa unnið á bókasafni heilan vetur. Spurning um að koma upp tölu og bókstafakerfi yfir þetta.

Annars á maður aldrei of mikið af bókum, fyrr en maður þarf að bera þetta upp á þriðju hæð!


Núna er ég mætt aftur upp í Kárahnjúka og er að fara að taka næturvaktir næstu 11 nætur. Keypti mér auka ullar síðbrók og rúllukragabol og mun hvoru tveggja koma sér vel hérna í næðingnum uppi á fjöllum.
Fyrsta vaktin, klukkan er tæplega 4 að nóttu og ég á enn eftir 3 tíma af vaktinni. Búin að innbirgða 3 lítra af kaffi, súkkulaðibitakex í massavís og hangi með hausinn út um gluggann en ég er samt svvvvooooo þreytt. Sé rúmið mitt í hyllingum!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home