Það er bara engu ljúgandi upp á mann. Ég hef nú löngum þótt fyrirferðamikil og það aðeins gustar af geðvonskunni, en þetta slær nú allt út
Fallandaforað
Hel er dóttir Loka og Angurboðu. Hún er systir Fenrisúlfs og Miðgarðsorms. Óðinn kastaði Hel í Niflheim og þar ræður hún yfir níu heimum. Salur Heljar heitir Éljúðnir og nefnist þröskuldur hans Fallandaforað. Þræll hennar heitir Ganglati og ambáttin Ganglöt. Hún matast af disknum Hungri með hnífnum Sulti. Sæng Heljar heitir Kör og rekkjutjöldin blíkjandaböl.
Monday, August 29, 2005
Thursday, August 25, 2005
Búin að vera frekar léleg í blogginu, en hérna eru nokkrar myndir síðan við Lísa fórum í göngutúr upp á Kárahnjúk. Þær eru kannski svolítið stórar en þá sér maður þetta betur !
Þarna er stíflan sem ég vinn m.a. við. Þarna í bakgrunninum sérst Snæfell en jökullinn sérst ekki vegna moldroks.
Hérna sérst litla þorpið okkar þarna uppfrá. Þarna sérst líka litla sneiðin sem þeir eru búnnir að sprengja úr fjallshlíðinni. Erfitt að ímynda sér það en trukkarnir þarna eru HUGES! Þó þeir líti út fyrir að vera litlir legóbílar.
Þarna sérst vatnshliðin á stíflunni. Það er enn stór partur sem á eftir að keyra í þetta.
Hérna sérst stíflan báðu megin, vatnsmegin og loftmegin. Dimmugljúfrin sjást aðeins.
Þarna verður lónið fyrir aftan mig. Litli hóllinn þarna verður eyjan í lóninu. Fyrir þá sem hafa komið þangað þá er útsýnispallinn þarna á hólnum.
Nú er ég að fara aftur uppeftir þann 1. sept. Það verður vonandi einhver gæs þarna á svæðinu svo ég hafi eitthvað við að vera þegar ég er ekki að vinna.
Það má vel vera að ég þurfi að líta eitthvað í bók ef ég ætla að stunda skólann eitthvað með.
Friday, August 05, 2005
Enn er ég komin upp í Kárahnjúka, í þetta skiptið er ég að vinna í landmælingum. Það er ekki hægt að komast í betra starf, nema hvað veðrið mætti vera betra. Keyri hér eftir öllum slóðum, á 5 til 10 km/klst hraða, í leit að mælinga-punktum. Svo labbar maður um og setur upp mælitæki hér og þar. Sumarfrí hjá mér gæti alveg verið samansuða af jeppaferð, tjald/kofa útilegu og fjallgöngum; sem er í rauninni alveg það sama og ég er að gera núna nema ég fæ borgað fyrir það og ágætis jeppa til að rúnta um á.
Það getur samt stundum verið erfitt að rífa sig á lappir fyrir 6 á morgnana (myndi trúlega bíða til svona 8 ef ég væri í fríi) og eins og í gær þá vorum við að klára á skrifstofunni kl. hálf 11 um kvöldið. Við líka byrjuðum kl. 7 í morgun, sváfum klukkutíma lengur.
Kem aftur suður í næstu viku.
Sumarið sem Reykjavík átti að fá tækifæri... Ætlaði að prófa að búa í Reykjavík yfir sumartímann og sjá hvernig mér myndi líka það. Prófa að vinna bara frá 8 til 5, fara í sund, drekka kaffi niðri á Austurstræti og læra að borða ís; skokka við Ægissíðuna og lesa þær bækur sem ég hef ekki komist yfir að lesa.
Þeir eru ekki margir dagarnir sem ég hef verið í Reykjavík og ég held ég hafi ekki náð heilli helgi þar í allt sumar...
Boy oh boy, svona er maður góður að skipuleggja en algjörlega ófær um að fara eftir því.