Það er bara engu ljúgandi upp á mann. Ég hef nú löngum þótt fyrirferðamikil og það aðeins gustar af geðvonskunni, en þetta slær nú allt út

Hel er dóttir Loka og Angurboðu. Hún er systir Fenrisúlfs og Miðgarðsorms. Óðinn kastaði Hel í Niflheim og þar ræður hún yfir níu heimum. Salur Heljar heitir Éljúðnir og nefnist þröskuldur hans Fallandaforað. Þræll hennar heitir Ganglati og ambáttin Ganglöt. Hún matast af disknum Hungri með hnífnum Sulti. Sæng Heljar heitir Kör og rekkjutjöldin blíkjandaböl.
Það er bara engu ljúgandi upp á mann. Ég hef nú löngum þótt fyrirferðamikil og það aðeins gustar af geðvonskunni, en þetta slær nú allt út
Búin að vera frekar léleg í blogginu, en hérna eru nokkrar myndir síðan við Lísa fórum í göngutúr upp á Kárahnjúk. Þær eru kannski svolítið stórar en þá sér maður þetta betur !
Enn er ég komin upp í Kárahnjúka, í þetta skiptið er ég að vinna í landmælingum. Það er ekki hægt að komast í betra starf, nema hvað veðrið mætti vera betra. Keyri hér eftir öllum slóðum, á 5 til 10 km/klst hraða, í leit að mælinga-punktum. Svo labbar maður um og setur upp mælitæki hér og þar. Sumarfrí hjá mér gæti alveg verið samansuða af jeppaferð, tjald/kofa útilegu og fjallgöngum; sem er í rauninni alveg það sama og ég er að gera núna nema ég fæ borgað fyrir það og ágætis jeppa til að rúnta um á.