Thursday, August 25, 2005

Búin að vera frekar léleg í blogginu, en hérna eru nokkrar myndir síðan við Lísa fórum í göngutúr upp á Kárahnjúk. Þær eru kannski svolítið stórar en þá sér maður þetta betur !



Þarna er stíflan sem ég vinn m.a. við. Þarna í bakgrunninum sérst Snæfell en jökullinn sérst ekki vegna moldroks.





Hérna sérst litla þorpið okkar þarna uppfrá. Þarna sérst líka litla sneiðin sem þeir eru búnnir að sprengja úr fjallshlíðinni. Erfitt að ímynda sér það en trukkarnir þarna eru HUGES! Þó þeir líti út fyrir að vera litlir legóbílar.




Þarna sérst vatnshliðin á stíflunni. Það er enn stór partur sem á eftir að keyra í þetta.




Hérna sérst stíflan báðu megin, vatnsmegin og loftmegin. Dimmugljúfrin sjást aðeins.



Þarna verður lónið fyrir aftan mig. Litli hóllinn þarna verður eyjan í lóninu. Fyrir þá sem hafa komið þangað þá er útsýnispallinn þarna á hólnum.


Nú er ég að fara aftur uppeftir þann 1. sept. Það verður vonandi einhver gæs þarna á svæðinu svo ég hafi eitthvað við að vera þegar ég er ekki að vinna.
Það má vel vera að ég þurfi að líta eitthvað í bók ef ég ætla að stunda skólann eitthvað með.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home