Sunday, July 31, 2005

Picture(1.jpg


Brekkusöngur! Tegar eg var pinulitill patti...
Myndina sendi ég

Saturday, July 30, 2005

Það þýðir lítið að ætla að laumast á þjóðhátíð ;)

Monday, July 11, 2005

Er enn hérna uppi í Kárahnjúkum. Geri mest lítið af viti líkt og fyrri daginn...
Hérna er stíflan sem ég vinn mest við, Desjarárstífla sem er stíflan austan við Kárahnjúkinn, hliðarstífla við Kárahnjúkastíflu.

Er aðallega á rúntinum allan daginn og tek mig náttúrulega gríðarlega vel út í vinnugallanum...

Ég er með litla skrifstofu (svona græna vinnuskúra) sem ég deili með 10 karldýrum. Ég berst fyrir tilverurétti mínum og það stendur til að vinna það stríð. Það skal sko enginn reyna að segja mér að það sé eitthvað sem þeir geta sem ég get ekki!

Híbýli mín eru fín. Ég er með herbergi útaf fyrir mig. Það er ekkert rosalega stórt en það er ekki eins og maður eyði miklum tíma þar fyrir utan að sofa. Gummi kemur stundum í heimsókn, hann er nú ekki nema um klst. að renna hingað uppeftir. Hér eru svo sjónvarpsherbergi, billard, lítil heilsurækt og brilliant mötuneyti. Ég verð búin að bæta á mig svona 20 kílóum þegar ég kem aftur af fjöllum...

Ég vinn til skiptis á dagvöktum og næturvöktum, þ.e. eitt úthald alveg á dagvöktum og næsta alveg á næturvöktum. Veit ekki hvort Gummi nennir að heimsækja mig þegar ég er á næturvakt og svo er hann að vinna á daginn! Brilliant tímasetningar hjá okkur!