Monday, February 16, 2009

Það er dúddi hérna á efri hæðinni og hann hóstar alveg eins og lungnaveik, mæðuveik rolla. Þá er ég að tala um alveg nákvæmlega eins! Eða þá að hann er að herma eftir Árna Davíð herma eftir lungnaveikri rollu... Er heima þessa dagana þar sem prófalestur er í gangi og ég veit ekki hvað þessi dúddi gerir eiginlega nema hósta... hann virðist aldrei fara í vinnu eða neitt.

Heima á Íslandi einangrum við útaf kulda. Ég er ekki viss um að Spánverjar viti um hljóðgildi einangranna!

Við hliðina á mér er alveg kolvitlaus kelling. Alltaf perfect í tauinu, flott máluð og aldrei í sömu fötunum, jafnvel ekki fyrir hádegi og eftir hádegi sama daginn. Hún er heimavinnandi og karlanginn hennar þrælar sér út 12 tíma á dag. Um leið og krakkarnir koma heim hefjast lætin. Þvílíkt sem hún getur öskrað á krakkana. Bergrós er stundum bara agndofa, stundum öskrar hún á móti og heldur að þetta sé leikur (vona að kellingarálftin heyri það) en stundum verður hún leið þegar hún heyrir krakkana grenja. ,,gáda gáda" og setur upp sorgarsvip. Og ekki skánar það þegar karlinn kemur heim... boy oh boy! Hann gerir aldrei neitt rétt greyið! kellingin fær flog og svo ríkur hún út og skellir á eftir sér. Ég er nú ekki hlynt heimilisofbeldi, en djöfull væri ég búin að lúskra á henni.
Hún verður að eiga sinn flotta bíl, sín flottu föt, vinna lítið og eiga óaðfinnanleg börn (sem yfirleitt líta frekar út eins og barðir hundar), karlgreyið þræla sér út myrkranna á milli... Krakkarnir eru skömmuð fyrir hávaða, þau eru skömmuð fyrir að skíta út fötin sín, þau eru skömmðu fyrir að vera of lengi... þau eru skömmuð fyrir allt...
Af hverju eiga sumir foreldrar börn???... og af hverju eiga sumar kellingar eiginmenn??? Þegar ég fer héðan set ég bréf í póstkassann hans: RUN WHILE YOU STILL CAN!!!

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég get vel skilið samúð þína með nágrannanum...en......á Gummi ekki eftir að sjá færsluna....er ekki stundum sagt að það sem fari helst í taugarnar á þér varðandi náungann sé það sem sé mest að angra þig sjálfa!!!
Nei ok....bara grín...segi ekki meir!
Holtsfrúin

2:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég get vel skilið samúð þína með nágrannanum...en......á Gummi ekki eftir að sjá færsluna....er ekki stundum sagt að það sem fari helst í taugarnar á þér varðandi náungann sé það sem sé mest að angra þig sjálfa!!!
Nei ok....bara grín...segi ekki meir!
Holtsfrúin

2:14 PM  
Blogger Katrín said...

Hehe... það væri það;) en ég hef ekki breyst mikið frá því að þú sást mig síðast... ég er enn í sömu íþróttalörfunum og ekki enn farin að læra að nota maskarann ;) Og það er pottþétt mál að sá er mestu stjórnar á þessu heimili er rétt að verða tveggja ára og 82 cm á hæð;)

En þú hefur s.s. lifað blótið af! Shit hvað mig langaði á Þorrablót :( Ég man ekki einu sinni hvenær ég fór síðast á blót...

2:48 PM  
Blogger Kristjana said...

Þetta fullorðna fólk er svo skrítið, það er alltaf að skamma mann. Þú verður að bæta við PS á bréfið til karlsins, "taktu svo krakkagreyin með þér!"

6:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

hihi....jú ég get líklega treyst því að þú breytist ekki svo létt.

Ég lifði þorrablótið af en var óþarflega "þreytt" fyrir eftirpartý hjá pabba þínum. Ótrúlega fegin að það séu öngvir dansleikir á döfinni á næstunni!!!
Hildur

8:35 PM  

Post a Comment

<< Home