Friday, January 30, 2009


Er í prófum og ríkisstjórnarmálin eru að gera útaf við prófalesturinn! Ég hreinlega sogast að mbl, vísi og vb ! Þeir eru ekki fjórða valdið fyrir ekki neitt ;)

Eitt sem ég fór að velta fyrir mér og það væri ágætt að fá botn í það mál. Þetta er kannski háfleyg pæling en svona í anda umræðanna fór þessi hugsun af stað.
Af hverju kjósum við í ríkisstjórn?
Svarið er líklega að við erum lýðræðislegt samfélag sem virðum lýðræðislegar skoðanir fólks. Gott og vel! þessi rök eiga vel við og sem lýðræðislega þenkjandi manneskja ber mér að virða þau í takt við aðrar skoðanir mínar.

Pælingin er hins vegar hvort við séum að fá hæfasta fólkið í starfið með því að kjósa það. Ég veit að allir þessir ráðherrar hafa sína ráðgjafa og hóp af fólki á bak við sig. Að minnsta kosti vona ég það!

Það sem einkennir góðan stjórnmálamann eru leiðtogahæfileikarnir í flestum tilfellum. Það sem skilar inn atkvæðum er góður og öruggur talandi, hæfileiki í mannlegum samskiptum og að koma vel fyrir.
Við erum lítil þjóð og vitum einnig að ætterni og vinsældir skipta líka máli.
Á þessum eiginleikum er hægt að komast ótrúlega langt.

Hitler var snilldar leiðtogi, fólkið gaf honum valdið, hann hefði aldrei geta gert þetta einn. Hann er svona absúrd dæmi um að leiðtogahæfileikar og vit til að fara með valdið eiga ekki alltaf saman.

Ástæðan fyrir þessum pælingum mínum er ráðning Gylfa Magnússonar sem Viðskiptaráðherra og umræðan um Björgu Thorarensen sem Dóms- og kirkjumálaráðherra. Ég veit svo sem lítið um þetta fólk, ekki annað en það sem netmiðlarnir hafa uppfrætt mig um. Hann er dósent í viðskiptafræði við HI og hún profesor í lögfræði. Þau ættu að vita eitthvað um þessi mál, það er nokkuð bókað.
En þá kemur upp annað. Kannski eru þau einmitt hæfasta fólkið í þetta starf en hafa þau eitthvað í hákarlana á þinginu? Kannski eru þau fólkið sem kemur til með að koma þessu hafreka skipi okkar aftur á braut velgengninnar en er það ekki vanvirðing við lýðræðislegan rétt minn að hafa ekkert um þetta að segja?

Málið er að ég vil fá hæfasta fólkið, en þá kemur upp staðan. Hver á að segja til um hver er hæfastur?
Valdabaráttan er manninum eðlislæg, allt frá því að fá besta sætið við eldstæðið og besta bita bráðarinnar upp í að stjórna heilu samfélagi úr forsetastóli.

Þarf þetta ekki að vera nokkurs konar kviðdómur ráðgjafa sem vega og meta hvert dæmi fyrir sig en dómarinn, eða ráðherrann, sér um að stjórna umræðunum og kynna niðurstöðuna. Ég hef nú sjaldnast séð mikla auðmýkt eða eftirgefni hjá þessum pólitíkusum, enda myndi ég aldrei kjósa einhverja undirlægju á þing. Láta þeir einhverja bókaplebba og vitringa segja sér fyrir verkum?


Obama réði Steven Chu, nóbelsverðlaunahafa og sérfræðing í endurnýtanlegri orkuvinnslu sem orkumálaráðherra. Sterkur leikur?

Á ég einhvern tímann eftir að lesa á Wikipedia: ,,Það var í þá daga er stjórnun landsins fólst í vinsældum en ekki hæfni?"
Er ég að vanmeta hæfileika íslensku þjóðarinnar í vali á leiðtogum? Í skjóli undanfarinna atburða, ríkisstjórn með sterkan meirihluta, þá hlýt ég að velta þeirri spurningu upp!

Þetta eru nú bara svona vangaveltur úr fylgsnum hugans er dansa í takt við landfræðilegu upplýsingakerfin sem ég á að vera að lesa þessa dagana. Það má ekki skiljast sem svo að ég sé eitthvað efins um gildi lýðræðisins, einungis bestun í stýringu íslensks samfélags ;)

2 Comments:

Blogger Víkingur said...

Hæ, langt síðan síðast!
En varðandi Gylfa Magnússon þá er hann búinn að vara við því að nákvæmlega það sem gerðist með hagkerfi Íslendinga mundi gerast frá því 2003 eða 2004. Hann er klárlega hæfur í verkið. Fólkið sem situr inni á Alþingi hefur flest ekki hundsvit á efnahagsmálum. Sem dæmi var talið að Geir nokkur Haarde væri nú einmitt heppilegur forsætisráðherra og fjármálaráðherra af því að hann er hagfræðingur. En ég efast satt að segja að hann hafi skrifað BA ritgerð um neyðaraðgerðir í kreppu.
Það sem hann hefur sagt síðustu ár og fólk hefur trúað af því að hann er hagfræðingur hefur afhjúpað hann sem afskaplega fáfróðan hagfræðing, lygara eða jafnvel eitthvað enn verra.
Hinn svokallaði kaupmáttur sem hann hefur tuggið í hverju viðtalinu á fætur öðru síðustu 7 árin og á alltaf að hafa verið að aukast var bara blekking. Hagfræðiprófessorar eru búnir að staðfesta þetta og hafa eflaust vitaf af því allan tímann.

1:17 AM  
Blogger Katrín said...

Við skulum vona að hann hafi það sem til þarf! Hann þarf ekki bara að vita hlutinn, hann þarf að ná honum í gegnum þingið, sem mér skilst að sé ekkert smá torf.

Við skulum vona að úr þessu rætist. Ég öfunda ekki núverandi ríkisstjórn af stöðu hennar í dag. Það þarf að vinna hratt sem er uppskriftin af illa ígrunduðum ákvörðunum. Einhverja bestun þarf að gera í þessu dæmi, skurðpunkt þessara tveggja kúrva þar sem tíminn og villurnar eru í lágmarki... ;)

3:18 PM  

Post a Comment

<< Home