Friday, January 09, 2009

Morgun í lífi Stubbs og foreldra hans...






Litla fjölskyldan vaknar að morgni 5. janúar og Stubbi litli er útbúin á leikskólann. Stubba-pabbi ætlar að labba með hana þennan morguninn og Stubba-mamma er heima að stússast í heimilisstörfunum.

Morgun stubba-mömmu... búin að vaska upp og ganga frá eftir morgunmatinn, hengdi út þvottinn sem var í vélinni frá því í gær og hendir sér síðan upp í sófa. Það tekur stubbapabba alveg 30 mínútur að labba á leikskólann og til baka. Eftir rétt rúman hálftíma hringir dyrabjallan fyrir utan íbúðina. Stubbamamman skilur ekkert í því hver er þetta snemma á ferð, fer til dyra og þar stendur bláókunnugur maður í skítugua vinnugallanum með litla stubb hágrátandi í fanginu.
Maðurinn: Átt þú þetta barn? (örlar á ásakandi augnarráði)
Stubbamamma: Gónir á manninn og fattar ekki að svara eða hreyfa legg né lið
Maðurinn: Ef þú átt það ekki þá skal ég alveg eiga það.
Stubbamamma rankar við sér, hrifsar stubb til sín og spyr: Hvað er eiginlega í gangi?
Maðurinn: Þetta barn var bara eitt á rangli hérna (áskandi augnarráðið fer vaxandi)
Í þessu Stubbapabbi kemur sprengmóður hlaupandi upp stigann...


Morgun stubbapabba... Labbar með stubb á leikskólann. Enginn á ferli, engin umferð og er þau komu á leikskólann var allt harðlæst og lokað. Stubbur og stubbapabbi snéru aftur heim. Stubbur vill fá að labba sjálf sem og náttúrulega stubbapabbi leyfir henni. Á heimleiðinni er gefið loforð, fyrst það er enginn leikskóli þá förum við heim og fáum heitt kakó! Uppáhaldið !!!
Er þau koma heim kemur í ljós að önnur lyftan er biluð. Þau hitta húsvörðinn á meðan þau bíða eftir hinni lyftunni. Lyftan er í miklu uppáhaldi hjá litla Stubb. Þegar þau koma úr lyftunni á annari hæð þar sem stubbafjölskyldan býr og eru að labba eftir ganginum í átt að íbúðinni fattar stubbapabbi allt í einu að litli stubbur er hætt að svara og eltir ekki lengur. Hann snýr við og hleypur til baka, rétt í tæka tíð til að sjá lyftudyrnar lokast á eftir litla Stubb og lyftan fer eitthvað. Hann hlustar, hún fer upp. Það eru ekki nema 8 hæðir í húsinu og hann fer að hlaupa. Heyrir litla Stubb gráta í lyftunni. Hleypur, upp upp upp, heyrir að lyftan opnast, einhver segir eitthvað, lyftan lokast aftur og fer aftur af stað. Hlustar... hún fer niður... hann hleypur niður niður niður. Heyrir að lyftan opnast, einhverjir tala saman. Kominn aftur á jarðhæð og sér dót húsvarðarins liggja á glámbekk en finnur ekki húsvörðinn. Heyrir lyftuna fara upp. Hleypur aftur af stað upp á aðra hæð þar sem hann heyrir stubbamömmu tala. Við íbúðina sér hann ókunnugan mann tala við stubbamömmu sem heldur á litla stubb grátandi.

Morgun litla Stubbs...
Ég ætla að stríða pabba hihihi... hlaupa hlaupa hlaupa... ég kemst í lyftuna... buhu... ég er ein í lyftunni AARRRGGGGGGG... hvar er pabbi?
Lyftan opnast á 7 hæð, ókunnugur maður. Hann fer að tala við mig, tekur mig upp og fer aftur í lyftuna. Hvar er pabbi??? AARRGGGG, Babbi, Babbi!!!
Aftur opnast lyftan, hvar er pabbi? Húsvörðurinn, hann þekkir mig! Hann veit hvar ég á heima :) En hvar er pabbi minn??? AARRGGGGGGG, Babbi!!!
Aftur í lyftuna, hringja dyrabjöllunni, mamma kemur til dyra... hún er eitthvað skrítin... hvar er pabbi??? AARRRGGGGG ... Babbi, Babbi!
Ég fer til mömmu og pabbi kemur hlaupandi, loksins... en getur ekki sagt neitt því hann þarf að anda svo mikið.
Ég segi það fyrir hann: "gagó" lít á mömmu "gagó, jamm" bendi inn í eldhús og brosi í gegnum tárin.

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hahahahhaa
krúttið ;*

11:50 AM  
Blogger raggatagga said...

Juminn hvað það hefði verið fynndið að sjá svipinn á þér þegar húsvörðurinn stóð fyrir utan! En seigur litli stubbur :)

6:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

Seigur stubbapabbi að hlaupa allar þessar hæðir upp og niður, það er ekki eins og hann sé svo leggkalangur að hann nái einu sinni tveimur tröppum í einu skrefi, hehehe

8:11 PM  
Blogger Kristjana said...

Æ æ æ, þetta hefur verið erfiður morgun fyrir alla aðila! Spurning hvort stubbafjölskyldan þarf að fjárfesta í svona: http://www.amazon.com/Eddie-Bauer-2%252din%252d1-Harness-Monkey/dp/B0011UNHQ2/ref=pd_bbs_sr_1?ie=UTF8&s=baby-products&qid=1231624870&sr=8-1

10:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

Úfff...ég vorkenni Gumma nú mest af öllum. Ekkert sérstök líðan að heyra barnið grenja í lyftunni og hlaupa upp og niður til að reyna að bjarga því !! En seig að biðja svo bara um kakó hehe.
Berglind.

10:53 PM  
Blogger Ilmur said...

Haha en greyjið Gummi .. og húsvörðurinn trúir nú örugglega öllu því sem sagt er í fréttum um ábyrgðarleysi íslendinga þökk sé Stubbalíngi ;) hahahaa.. snilld.

9:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

hahahaha, tær snilld kv axel brói

10:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ja hérna....þið lifið meira action-lífi en ég hélt!
Ég hef í alvörunni fengið svona martraðir...að heyra í barninu mínu gráta en geta ómögulega náð í það.....
Kv. Holtsfrúin

10:50 AM  

Post a Comment

<< Home