Friday, January 23, 2009




Boðað hefur verið til kostninga og krónan styrkist í dag um 3.04%. Gengisvísitalan er komin niður í 210 og evran er komin undir 160 kr.
Erum við að fara að spyrna okkur frá botninum?

Erlendir fjárfestar bíða í með fingurinn á púlsinum. Um leið of fyrstu vísbendingar um að dæmið sé að snúast við koma fram koma þeir í offvæni í von um að kaupa brunarústirnar á útsöluverði og sjá þær blómstra með vaxandi hagvexti. Sá sem á fullt af dollurum sem núna eru mjög sterkir kaupir sér krónur og geymir í ár hefur tækifæri á því að ávaxta fé sitt um allt að 40 - 60%. Og sá sem kaupir krónurnar styrkir hana enn frekar. Þetta verður keðjuverkun í hina áttina. Við þurfum samt að gæta að okkur hvað við viljum að erlendir fjárfestar fjárfesti í. Mér finnst sjávarútvegurinn t.d. utan þeirrar seilingar. Á meðan við erum ekki í evrópusambandinu fáum við einhverju um það ráðið.

Það sem við þurfum er að auka trú erlendra aðila á íslenskt samfélag. Það þarf að berja kjarki í liðið, við verðum að reyna að hysja upp um okkur brækurnar og taka áskoruninni. Við þurfum að hreinsa mannorð okkar og sýna umheiminum að við erum engir ræflar. Þarna getum við snúið okkar veikustu punktum í okkar litla hagkerfi okkur í vil og reist það við mun hraðar og mun betur heldur en t.d. erkifjendur okkar Bretar munu nokkurn tímann gera.

Við þurfum aðeins að sýna fram á að við erum engir aumingjar sem lúffum. Það verður að auka trúnna á hagkerfið. Við verðum að sýna heiminum að tiltekt fer fram í íslensku fjármálalífi. Að fjármálaeftilitið er ekki bara sömu aumingjarnir og áður, staða seðlabankastjóra er ekki umbun úreltra stjórnmálamanna sem hafa ekkert annað að gera og ríkisstjórn sem nýtur stuðnings þjóðarinnar og getur stappað í hana stálinu.


Persónulega finnst mér að það ætti að veita íslenskri ferðaþjónustu, sjávarútvegnum og íslenskum landbúnaði verðlaun fyrir að standa af sér góðærið og að vinna lykilatriði í uppbyggingu þjóðarbúsins.
Til er fólk sem segir að lykilatriðið sé að skipta um mynt, yfir í evrur sé málið. Ég sé ekki fram á að staða þeirra sem eru með erlend lán, þ.a.m. sjávarútvegurinn komi nokkru sinni til með að bera sitt barr ef við frystum skuldir þeirra miðað við núverandi gengi krónunnar. Ef til myntskipta kemur þá gerum við það á meðan krónan er sterk.

Fyrir tveimur og hálfri öld síðan, 1783 bjuggum við í torfkofum, gengum í lopapeysum og átum fisk og kjöt. Það var lítill útflutningur og flest þurfti fólk að vinna sjálft. Þetta árið voru Skaftáreldar...

Talið að sauðfé hafi fækkað um allt að 80%, hrossum um 60% og nautgripum um 50%. Þessar hörmungar, sem kallaðar hafa verið Móðuharðindin, stóðu yfir til ársins 1785 og kostuðu meira en 10.000 manns (rúmlega 20% þjóðarinnar) lífið.

Við höfum séð það svartara. Skítt með bimmann og Kanarí!

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já ítreka þá skoðun að þú ættir alvarlega að leyfa landi og þjóð njóta krafta þinna á þingi.

Hmm, kannski ætti ég bara að stofna gruppu á fésbók : Katrínu í framboð til alþingis !!!!

Axel brói

1:39 PM  
Blogger Katrín said...

Ætli það sé ekki nóg af vitleysingum þarna fyrir og ekki á það bætandi! ;)

7:59 PM  

Post a Comment

<< Home