1994 klofnaði alþýðuflokkurinn er Jóhanna gaf skít í þá með orðunum "minn tími mun koma" og stofnaði Þjóðvakann er síðar rann inn í Samfylkinguna ásamt Alþýðuflokknum. Mér dettur aldrei Jóhanna í hug án þess að þessi setning fylgi með og oftar en ekki gert grín að henni... en viti menn! Ætli hennar tími sé ekki bara kominn.
Þetta kallar maður þolimæði og framsýni!
Það er nú óskandi að eitthvað lag komist á þessa óstjórn sem ríkir yfir landinu. Ég skal nú alveg viðurkenna að mér fannst nú undarlegt að forsetinn var allt í einu kominn með umboð til að stýra ríkisstjórnarmyndunnartillögum. Ég held að það sé nú bara gamla allaballablóðið mætt aftur. Ég hélt að þegar ég kaus forsetann þá væri ég að kjósa einhvern sem andlit útgerðarinnar og þegar ég kaus í ríkisstjórn að þá væri ég að kjósa skipstjórann. Þegar skipið siglir í strand þá sé ég ekki fyrir mér að útgerðarstjórinn stökkvi um borð og reddi málunum. Ég hélt það giltu reglur á hverju skipi um aðgerðaskipan í þess konar aðstæðum.
En vonandi leysist vel úr þessu á endanum. Vonandi fáum við bara ríkisstjórn sem þjóðin stendur með... og stendur með þjóðinni. Hvernig á að leysa úr þessum málum er ég hrædd um að séu fáar töfralausnir úr því sem komið er.
Ég held mig við gamla sáttmálann!
Það sem ég skil ekki er hvernig þau ætla að leysa aðal ágreiningsefnið. Þetta hefur verið aðalmálefni flokkanna hingað til. Í ESB eða ekki... Það er einhver helber misskilningur um að það muni redda málunum. Við verðum að fara að horfa á fleiri lausnir. Ekki hefur þetta hjálpað Bretagreyjunum í sinni bankakreppu, pundið þeirra er fallið, atvinnuleysið eykst og húsnæðisverð hrapar. Írunum er hefnt fyrir að hafa neitað Lissabon sáttmálanum svo ekki fá þeir neina aðstoð og herna á Spáni er atvinnuleysi 13.9 % og verður að öllum líkindum 19% í árslok. Þeir eru nú dygg evrópusambands þjóð með nærri 50 milljón íbúa af þeim 500 milljónum sem búa í Evrópusambandinu. Bretar og Spánverjar eru stór lönd og ættu að hafa ágætis áhrif, þess þá heldur eru nú þegar í ESB og hafa verið það þó nokkurn tíma.
Núna voru Þjóðverjar og Frakkar að ýta á að Evrópusambandið tæki að sér aðstoð við 48 stæstu bankana í Evrópu. Viljið þið giska hverjir eiga flesta stæstu bankana í Evrópu? og hvernir hafa flesta fulltrúa í stjórn? Það er farið að kreppa að hjá flestum og hver og einn hugsar um að bjarga eigin skinni.
Það er komið að því að við verðum sjálf að bjarga eigin skinni og hætta að bíða eftir því að aðrir geri það!
4 Comments:
Já, nú krossar maður bara putta þangað til mann verkjar í þá. Verst þykir mér að engin stjórn kemur til með að geta tekið eintómar vinsælar ákvarðanir á næstu misserum, vona bara að vinstri flokkunum verði ekki refsað í kosningum fyrir nauðsynlegan en sársaukafullan niðurskurð...
Svo finnst mér nauðsynlegt að skoða ESB aðild og held einmitt að það sé jafnvel best að gera það þegar yfirlýstur anti-Evrópusambandsflokkur er í stjórn með yfirlýstum pró-Evrópusambandsflokki. Þannig hljótum við að fá heiðarlega greint frá kostum og göllum og þannig sjáum við til þess að við semjum ekki algjörlega af okkur.
Ástkær bróðir minn vogaði sér annars að segja mér í gær að hann væri að hugsa um að kjósa til hægri í fyrsta sinn á ævinni, "Því hver á annars að skaffa okkur fjármálaráðherra eins og ástandið er?" Ég benti honum pent á það að Sjálfstæðismenn hefðu skaffað okkur svoleiðis síðast og valið ÁRNA MATT! Hægri flokkur er ekki endilega = klár í efnahagsmálum!
Kristjana. Það er nú alveg spurnig hvort er vitausara að kjósa hægri flokk eða vilja ganga í ESB.
Hinsvegar þá er það gáfulegasta sem fráfarandi ríkisstjórn hefur gert á sínum tíma er að leyfa hvalveiðar á ný.
Axel
Ég er ekki endilega hlynnt því að ganga í ESB, en ég held það verði að skoða aðild. Krafan í samfélaginu er orðin svo hávær og fólk hættir ekki að líta á það sem galdralausn fyrr en það er búið að kynna allar hliðar málsins. Og ég treysti einmitt VG til að mála þetta ekki í eintómum rósrauðum bjarma.
Ég trúi því ekki að Magnús sé búinn að tapa umhyggjunni fyrir litla manninum. Er fjármálageirinn búinn að yfirtaka, að ég hélt, hans æðstu hugsjón?
Ég held að þegar þessi ESB verði skoðuð nánar þá verði öllum það ljóst að þeir skilmálar sem þeir hafa sett öðrum löndum henta okkur engan veginn. Mér finnst ólíklegt að við náum í gegn skilmálum sem önnur lönd gátu ekki.
Og það sem mér finnst verra er þegar svo virðist vera sem löndin hafi gert samning um einhverja vissa heimastjórnun þá sé smáa letrið þess eðlis að þegar á reyni þá hafi þeir ekkert um það að segja. Fólk hafi kosið í góðri trú um að svona væru reglurnar en þegar þær hætta að henta öðrum þá sé hægt að fara á bak við þær.
Vonandi látum við ekki glepjast af þess háttar samningum. EES uppfyllir okkar helstu þarfir held ég.
Ég vil bara sjá gott og traust norðurlandaráð. Þeir eru frændur okkar og vinir, samtvinnaðir inn í okkar sögu, með svipaðar hefðir og hugsunnarhátt.
En ætli þjóðaratkvæðagreiðsla verði ekki ofaná í þessu öllu saman. Sjáum nú til... sagði sá blindi ;)
Post a Comment
<< Home