Friday, July 04, 2008

Jæja, þá eru prófin búin og ferðalagið heim að hefjast.

Ég fer beint héðan frá Jaén í sumarbústað til Rocío skólasystur minnar og verð þar yfir helgina. Þaðan fer ég síðan beint áfram á mánudagsmorgun til Alicante með lestinni og á mánudagskvöld er flugið heim á klakann. Fer héðan kl. 23 á staðartíma og lendi kl. 2 á staðartíma. Flugvélin fer það hratt að fimm tíma flug verður ekki nema þrír tímar í rauninni... Einstein hvað???

Ég á enn eftir að fá út úr tveimur prófum. Mér gékk ekki vel í síðasta prófin en ætla að sjá til hvort það slampist ekki.

Ég náði Foto I sem er killer fagið hérna í skólanum. Það er svona eins og stærðfræðigreinin II heima, þegar þú ert búin að ná henni ertu kominn í gegn. Ég er reyndar ekki sátt við yfirferðina já karlinum, en hann er eitthvað kúkú. Fór að skoða prófið og ég spurði hann hvort það væri ekki alveg í lagi með hann.
Eitt dæmið reiknaði ég alveg rétt, réttar formúlur, rétt niðurstaða. Leiddi út formúlurnar og teiknaði dæmið upp meðfram útleiðslunum. Hann gaf mér einn af tveimur punktum og sagði að það vantaði smá útskýringar og þegar ég spurði hann nákvæmlega hvaða útskýringar vantaði þar sem ég útskýrði hreinlega allt sem ég var að gera þá gat hann ekki svarað því. Bara svona í heildina aðeins meira... Hann hækkaði mig á endanum en sagðist ekki skilja af hverju þar sem ég væri hvort eð er búin að ná og væri hæst af þeim sem tóku prófið. Mér er bara rassgat sama! ég vil fá rétt fyrir rétt, ekki 50%.
Annað dæmi var beint sýnidæmi úr bókinni með ofurlitlum breytingum. Þegar ég gerði dæmið á prófinu mundi ég niðurstöðurnar úr sýnidæminu og vissi því að þetta væri nokkurn veginn rétt. Ég snappaði þegar ég sá að hann gaf mér ekki rétt fyrir það, var sem betur fer með glósurnar með mér og gat rakið þetta ofan í hann. Hann hafði sjálfur reiknað dæmið vitlaust og notaði því vitlausar niðustöður til að fara yfir dæmið. Hann gaf mér 60% fyrir dæmið. Sagði að það vantaði útskýringar m.v. heildarmyndina.
Þess fyrir utan var hann búinn að týna verkefnunum sem ég skilaði á önninni. Sagði að hann hefði aldrei fengið þau. Ég hætti ekki fyrr en hann leitaði í póstinum og fann þau, benti honum á að ég hefði lagt mikla vinnu í þau og það kæmi ekki til greina að hann hunsaði þau í einkunn. Þess fyrir utan er sjálvirka skilakerfið hans ekki að meika það að ég sé ekki með spænska kennitölu og nota vegabréfsnúmerið mitt þannig að öll stöðuprófin sem ég tók á netinu skiluðu sér ekki inn.
ER ÞETTA EÐLILEGT ?????

En ég var hæst :) nananananana Reyndar með 5.6 í einkunn en who gives! Það eru 250 manns í áfanganum, þrjú próf á ári og í þessu náðu 3, þar af féll einn í fræðihlutanum og þarf að taka hann aftur. Þessi kennari er náttúrulega stórkostlega vangefinn!

Og líka hæst í Foto II :) Með Notable í einkunn (eftirtektarvert) sem er reyndar bara milli 7 og 9 en who gives;)

En í síðustu tveimur prófunum gékk mér ekkert voðalega vel og á eftir að fá út úr þeim báðum. Nú er bara að krossa fingur og sjá til.


En mikið hrikalega hlakka ég til að koma heim! 3 dagar !!! Counting down from now!

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Mikið rosalega hlakkar mig til að fá þig heim, þú rúllar þessu alltaf upp, á góðri íslensku " you kick ass" hehe ;o)
Gréta syss

8:40 AM  
Blogger Víkingur said...

Það er einmitt meðal annars útaf svipuðum fávitaskap og þessum sem ég er á heimleið. Maður getur að minnsta kosti sagt mönnum til syndanna með nokkrum vel völdum alíslenskum orðum þar.
Gallinn við að læra tungumál í málaskóla er að þar lærir maður ekki þessi vel völdu orð og enn síður hvernig er best að tvinna þau saman ;)

5:41 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hvenær fær maður svo að hitta þig? Ragga

7:21 PM  
Blogger Kristjana said...

Til hamingju med proflok og velkomin heim! Eg vildi oska thess ad eg vaeri a heimleid lika. Vid thyrftum ad taka gott spjall yfir kaffi og sukkuladi.

8:46 PM  

Post a Comment

<< Home