Friday, May 23, 2008

Er ekkert gaman að sjá myndir af ríkisstjórninni???

Það er farið að nálgast próf og lærimanían svífur yfir vötnum. Ég reyni nú að gefa litla dýrinu smá tíma við og við en því miður virðist sem tíminn styttist og styttist og lengist og lengist á milli leikjastundanna. Ég er að verða eitt af þessum ömurlegu foreldrum sem ég ætlaði aldrei að verða. Ég reyni að telja sjálfri mér trú um að þetta sé tímabundið ástand, það eru nú einu sinni námslánin sem sjá fyrir salti í grautinn og þau krefjast árangus sem krefst mikillar yfirsetu.
Eins og manni líði ekki alveg nógu illa yfir að ganga illa í prófum en lenda svo í fjársvelti í kjölfarið er alveg til að kóróna það.

Never the less...
Fyrir þá sem ekki fara inn á barnaland þá eru nýjustu fréttir að dýrið er farið að labba. Tók ákvörðun um það laugardag fyrir tveimur vikum síðan að labba, þá ekki bara með fram og taka einhver örfá skref á milli hluta eins og áður. Hún allt í einu labbaði þvert yfir stofuna og hefur varla stoppað síðan.

Það hefur rignt ótrúlega mikið, svona miðað við Andalúcíu hérað. Það er bara af hinu góða því það stóð víst til að loka fyrir sundlaugarvatn og annan óþarfa í sumar ef skortur yrði á neysluvatni. Grasið er orðið þokkalega grænt í kringum sundlaugina og þeir fara að opna hana bráðum.
Annars er ég skaðbrunnin eftir síðasta mælingartíma. Hitinn er rosalegur (þegar ekki rignir) og það er varla líft á campo (mælingarsvæðinu) Maður þarf að búa hérna í dálítinn tíma til að skilja þetta með síestuna, hún hefur fullkomlega rétt á sér. Og þetta er rétt að byrja!

Gummi er búinn í prófum og er komið að fjórðu útskriftinni hans! (fyrir utan grunnskóla) Þegar hann er að tala um hvað ég ætli eiginlega að endast lengi í skóla þá get ég réttilega bent honum á að ég er bara á þriðja náminu og á enn þó nokkuð eftir í þrítugt svo ég á eitthvað enn eftir;)

Ég fékk pappíra og dót upp á spænsku kennitöluna mína. Kennitölur hérna hafa einnig tölustafi og mér sýnist sem útlendigakennitölur byrji flestar á X, sem er í lagi nema mín hefur stafina XD... Hún er samt svo flott í tölum að ég vil ekki skipta henni, sem ég reyndar efast um að sé hægt. Ég kem minnst kosti til með að muna hana!

Annars er allt í rólegheitunum, maður rembist eins og rjúpa við staurinn við lærdóminn. Reyndar held ég að rjúpan hafi lært eitthvað lítið þarna við staurinn, en það er önnur saga. Þess á milli reynir maður að ná sér í lit svo maður verði nú brúnn og sætur þegar heim kemur. Bara aðeins að bæta við litnum og þá er það í höfn;)

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Nei það er sko ekkert gaman að skoða myndir af ríkisstjórninni í marga mánuði;) Gaman að fá nýjar fréttir af ykkur og til hamingju Gummi með útskriftina.
Kv. Hóa

P.S. seinast þegar ég vissi var X nú bókstafur ekki tölustafur, ertu eitthvað að ryðga í íslenskunni Katrín mín?

12:25 PM  
Blogger Katrín said...

Hahaha... var ekki búin að taka eftir þessu ;) Maður er bara alltaf að tala um tölustafi, ekki bókstafi... :)

4:22 PM  
Blogger Kristjana said...

Úff, jeminneini o.s.frv. XD?! En ef tölurnar eru auðveldar er það nú fyrir öllu. Ég held svei mér þá að útlendingar fái úthlutað kennitölum sem er gott að muna, mín er amk pís of keik. Þó mér hafi tekist að klúðra henni á skattframtalinu, en það er önnur saga.

Gott að þú ert farin að blogga aftur, ég segi eins og Hóa að ríkisstjórnin hefur ekki ofan af fyrir manni endalaust. Svo leyfi ég mér að efast um að þú sért ömurlegt foreldri greyið mitt. Litla dýrið virðist bara nokkuð sátt með sitt á öllum myndum alla vega!

2:28 AM  

Post a Comment

<< Home