Wednesday, February 20, 2008

Ég er mesti lúser bloggari ever! Á kjarngóðri íslensku...

En prófunum er að ljúka, síðasta prófið er eftir...7 tíma. Allir nema ég sofnaðir, svo ég sit hérna ein í þögninni við lampaljósið og reyni að fá hugljómun um það sem gæti komið á prófinu. Þetta er uppáhaldsfagið mitt en erfiðasta og hefur lúffað fyrir hinum áföngunum. Eins og alltaf, nóttina fyrir próf, ég vildi óska þess að ég hefði tvo daga í viðbót. Af biturri reynslu veit ég að svo verður ekki.
Þær eru að verða orðnar helst til margar næturnar sem ég er búin að sitja hérna og læra og satt best að segja á ég ekki eftir að sakna þess í bráð.
Litla dýrið er komið á fartið á fjórum og kemur inn úr stofu fram ganginn og skríkir af spenningi að sjá mig í stólnum hérna við skrifborðið, hún þekkir mig ekki öðruvísi.
Þeir eru að verða ófáir kaffilítrarnir sem hafa skolast niður, súkkulaðiáætlunin fór langt fram úr magnreikningum og Controue flaskan er BÚIN! Litla dýrið drekkur bara swissmokka með appelsínubragði.
En ég ætla að fara að sofa smá, vakna um 5 lesa yfir glósurnar, renna yfir æfingarnar og dæmareikninginn. Djöfull verð ég fegin þegar þetta verður búið kl. 1 á morgun... og örugglega fleiri þar sem ef einn er í prófum, þá er öll fjölskyldan í prófum.
Ég hlakka ekkert smá til að fara til Svíþjóðar á morgun, hitta Grétu systir, Emilíu og Arnar, slappa af aðeins. Á föstudaginn koma svo Ásta og Friðrik, Pabbi og Fjóla svo þetta verður hressilegur hópur sem þarna hittist.
Verst ég skuli ekki fara aðeins fyrr þarna vestureftir og ná tunglmyrkvanum...

Pues... hasta pronto... Nunca es tarde;)

3 Comments:

Blogger Kristjana said...

Gangi þér vel í síðasta prófinu og góða ferð til Svíþjóðar!

3:15 AM  
Anonymous Anonymous said...

já tunglmyrkvinn, ég fattaði ekki einusinni að reyna að mynda hann, en sá hann og þetta var bara nokkuð huggulegt, tulli gamli appelsínugulur . vona að þér hafi gengið vel í prófunum, kv. brói

5:25 AM  
Anonymous Anonymous said...

Jæja, gott að prófin skuli vera búin og vonandi hefur þér gengið vel. Hvenær komið þið svo heim?

12:34 PM  

Post a Comment

<< Home