Sumarið er komið !
Spánverjar eru svo formlegir að sumarið kemur þann 21. júní, vorið kemur þann 22. mars o.s.frv.. Allt skipulagt !
35 stiga hiti í forsælu í dag og ég inni að læra fyrir próf. Það er ekki líft úti. Erum flutt í nýja íbúð. Krakkinn er ánægður þar sem það er kalt inni eða öllu heldur eðlilegur hiti, ég ánægð þar sem við erum við hliðina á háskólanum. Það eru innan við 100 metrar í bygginguna sem ég er yfirleitt í, og Gummi er ánægður þar sem það fylgir sundlaug og tennisvöllur. Þannig að hele familien er bara nokkuð sátt :)
Helst til lítill tími bara til að brúka sundlaugina og tennisvöllinn.
Stubbur er farinn að sækja háskólann, snemma beygist krókurinn. 13 daga gömul mætt í skólann og á bókasafnið. Kann vel við sig á bókasafninu, temmilegur kliður samt allt rólegt og svalt þar inni. Tilvonandi bókaormur ;)

Og við nýja heimilið okkar er garður með fullt af trjám og blómum

Og þarna eru þau félagarnir

Sumir að þykjast vera sofandi...

Eða illir...

Og sumir að gæjast...

Félagarnir að horfa á fótboltann, Spánarmeistaratitillinn

4 Comments:
Gaman að sjá nýjar myndir :) Ji hvað hún er mannleg !!! og ekki að sjá á þér Katrín að þú sért nýbúin að eignast barn, kanski voruð þið bara að plata og hún fæddist í raun fyrir mánuði síðan... það væri aðeins trúlegra ;)
Berglind, Vignir og Bjartur.
sæl litla fjölskylda
til hamingju með nýju íbúðina og til lukku með daginn í dag, þetta er nú aldeilis flott prinsessa og það er nú ekki hægt að sjá annað en að hún dafni vel. kveðja Fanney B
Hehehehe, hún er nú meira rassgatið. Til hamingju með flutningana.
Til hamingju með ungann Katrín og Gummi:) Kveðja Nanna Hólm
Post a Comment
<< Home