Monday, June 04, 2007

... og ekkert gerist !

En ég kláraði stjarneðlisfræðiforritið mitt um helgina og næ að halda fyrirlestur í fyrramálið um könnun skóga með loftmyndum. Það væri annars ágætt ef krakkinn myndi gefa mér afsökun til að þurfa ekki að halda fyrirlesturinn. Er eiginlega með hnút í maganum yfir því að fara að halda fyrirlestur á spænsku. Og þar sem það er nú þriggja og hálfs kílóa "hnútur" þarna fyrir að berjast um þá er varla pláss fyrir kvíðahnútinn líka.

Eitt sem ég fór að velta fyrir mér í morgun, af hverju eru allir spítalar svona flóknir að rata um þá. Einhvern veginn finnst mér heill hellingur til af alls kyns stofnannabyggingum en engin þeirra eins flókin og spítalarnir. Kannski hef ég bara ekki komið inn í nógu margar.
Engu að síður tekst mér alltaf að villast þarna á göngunum, og á öllum spítölum. Yfirleitt er best að finna lyftu, komast á jarðhæð og fara út. Labba kringum bygginguna að aðalinnganginum og byrja upp á nýtt.

Fór s.s. á spítalann í dag. Átti tíma kl. 10 og beið til 1 eftir að komast að. Biðstofan full af fólki, allir að tala hver í kapp við annann svo hávaðinn var eins og inni á þéttsetnu kaffihúsi, loftræstingin biluð og ekki hægt að opna gluggana (sem hefði kannski ekki breytt miklu). Það ætti kannski að benda sjálfstæðisflokknum á það að leita ráða hérna, nú þegar þeir eru komir með heilbrigðisráðuneytið, hvernig þeir geta rekið heilbrigðiskerfið með ekkert of miklum kostnaði. Og ef þú nennir ekki að bíða ALLANN HELVÍTIS DAGINN uppi á spítala í hvert sinn sem þú ferð til læknis þá geturu alltaf keypt þig fram fyrir röðina... Fúlt að vera sá sem er aftastur í röðinni þegar hún lengist í hinn endann, en þér er bara nær að eiga ekki pening!

Síðast þegar við vorum á þessari fínu biðstofu vildi svo óheppilega til að læknirinn sem kallar á fólkið inn til sín gleymdi að slökkva á kallkerfinu eftir að hún kallaði á einn sjúklinginn. Það er í eitt af fáum skiptunum sem var hljóð á biðstofunni og liðið sat og hlustaði. Aumingja konan sem var þarna inni, veit ekki hvað hún var að tala um en af liðinu að dæma þá var það eitthvað krassandi. Vill maður í alvörunni hlusta á það þegar einhver annar er að tala við lækninn?
Ég passa mig líka núna þegar ég fer inn til hennar að athuga hvort sé nokkuð grænt ljós á græjunni.

Magnað hvað konurnar hérna nota blævængi mikið. Manni finnst þetta bara vera svona túristadót en þær eru allar með svona. Með elegant hreyfingu renna þær honum sundur, taka svo nokkrar kvennlegar sveiflur með honum og kippa þeim svo saman með smá rykk. Verð að fara að æfa mig í þessu.
Ætli þetta sé ekki eins og með lopapeysurnar heima. Túristar kaupa þetta fyrir morð fjár og þetta er minjagripur frá Íslandi, en fyrir okkur þarfaþing í réttum og á hestamannamótum. Spurning hvor þeir hengja þær svo upp á vegg þegar þeir koma heim eins og við gerum við blævængina...

14 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Styttist í kt 050607..... :) Þóra

7:56 PM  
Anonymous Anonymous said...

jæja á ekki að fara að koma litlu Röggu í heiminn? gangi ykkur/þér vel...bara með allt!
KV LFB

10:48 PM  
Blogger Ilmur said...

Jæja!!!! Hvernig er það! Þorir krakkagríslingurinn svo ekkert að koma út?!!! Sveimérþá! Biðin endalausa bara! Væri nú töff töff töff að eiga í dag Katrín, ha, 050607. Það væri nú ekta þú að plana það þannig :). Annars þótti okkur Láru það nú grunsamlegt að hvorki þú né Gummi hafið látið sjá ykkur á msn í allan dag! Né heldur Skype-inu! hmmmmmmm. Við veltum vöngum..

Knús og baaaaaaaráttukveðjur alla leið til Spánar.

PS .. spurning um að fjárfesta í einum svona blævæng til að grípa með í fæðinguna, sé Gumma í anda sveiflandi honum eftir þinni hentisemi milli þess sem hann stríkur á þér bakið, sækir fyrir þig vatn.. o.s.frv. - öss, ekkert að því að láta þessar elskur stjana svolítið við mann af þessu tilefni!! :)

4:03 PM  
Blogger Kristjana said...

Vedbanki gott folk. Eg aetla ad meta likurnar sem 1:2 i dag, 1:3 a morgun og 1:5 ad krakkagrislingurinn bidi mikid lengur en thad. Eg kann ekki likindareikning og tapa thvi orugglega a thessu, en tek a moti 50 kr. vedmalum. Hverjir eru med?

4:17 PM  
Anonymous Anonymous said...

Heyrðu drífðu í því að koma krakkanum út í dag, þá fær hann svo flotta kennitölu, 050607!

4:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

ég skal veðja við þig að hann komi í dag og fái geggjað flotta kennitölu ;-)

6:25 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með kennitöluna frænka, þú klikkar ekki á þessu. Já og til hamingju Katrín og Gummi með dótturina.

8:20 PM  
Anonymous Anonymous said...

innilega til hamingju með erfingjann :)

vonandi fæ ég einhverntímann á sjá hana :)

kv. Anna María fyrrverandi heimalingur :)

9:34 PM  
Blogger Kristjana said...

Hoa, eg skulda ther hundradkall. Katrin og Gummi, til hamingju! Entonces, !?ahora me puedo llamar Tia?!

9:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Katrín og Gummi.
Til hamingju með litlu dótturina;)
Kærar kveðjur Anna Guðrún

10:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með erfingjann. Alltaf hátíðisdagar þegar nýjar Þistlar líta dagsins ljós um gjörvalla veröld:) Vona að öllum heilsist vel.
Kv. Vilborg

11:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Katrín og Gummi, innilega til hamingju með dótturina. Þegar þið komið til landsins í sumar verð ég að reyna að hitta á ykkur. Kveðja, Anna Guðný

10:56 AM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku fjölskylda. Innilegar hamingjuóskir.

Þvo og strauja, þrífa, elda - ónógur svefn og tætingslegir dagar.. með einu brosi bætir hún það allt upp!

Kv. Hilma og co

2:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

TIL LYKKE MED LILLE PIGEN!!!

KNús og kossar
frá hildi aðalbjögu í Árósum

9:10 AM  

Post a Comment

<< Home