Wednesday, May 02, 2007

Why does it always rain on me...

Það rigndi svo mikið í dag að það mynduðust lítil stórfljót á götum úti, það dimmdi yfir og sást varla í fjöllin hérna við hliðina.
Það kemur heldur ekkert venjuleg rigning, maður verður holdvotur á því að hlaupa á milli bygginga. Hérna eiga líka allir regnhlíf og láta sér það ekki detta í hug að fara út fyrir hússins dyr án þess að vera með regnhlíf. Ég bara kann ekki að nota svoleiðis, held að það sé vegna þess að það fylgir yfirleitt rok með heima fyrir og maður færi bara eins og Mary Poppkins ef maður myndi reyna að setja hana upp.

Á morgun er svo enn ein tilvonandi glataða læknisheimsóknin. Veit ekki hvern fjárann þeir ætla að bauka núna, en ég er búin að byrgja mig upp af sprautuvottorðum svo þeir fá ekki að sprauta mig við neinu! Það verður gaman að sjá svipinn á þeim þegar þeir fara í gegnum sprautulistann minn sl. ár. Útaf Afríkuferð og Mið-Ameríku dvöl er hann helvíti langur. Nú halda þeir að allir Íslendingar séu bólusettir fyrir gulusótt, kóleru, lifrarbólgu, hundaæði o.fl.. Hehe... ætla ekkert að leiðrétta það;) Þess fyrir utan er ég búin að endurnýja allar þessar sprautur sem þeir vilja endilega senda mig í núna, stífkrampa, barnaveiki og eitthvað fleira sem ég veit ekki hvað er;) Mér er ekkert of vel við þessa sprautuáráttu þeirra. Þeir gáfu mér eina síðast og ég drullu fann til í hendinni í 3 daga á eftir.
Það er eins og mig minni að einhvern tímann hafi rollurnar heima verið sprautaðar og þannig lömbin bólusett í leiðinni. Getur það verið, og ef svo er ætli það sé pælingin...?

En með sumarið, kannski verðum við ekki svo bundin;) Það var nefninlega ekki hægt að panta flug fyrir einhvern ófæddann svo ég pantaði bara fyrir okkur tvö. Það er nefninlega miklu ódýrara að panta núna heldur en að bíða þangað til í júní. Þess fyrir utan er voðalega flókið að redda vegabréfi á þetta stuttum tíma.
Við komum hvort eð er aftur og þurfum að hafa eitthvað hérna í geymslu... ;)

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þið eruð ekkert að fara að geyma frænda/frænku þarna úti... sendið það bara til mín, smyglið því vegabréfslausu úr landinu og ég geymi það á meðan þið farið út aftur og klárið... humm... ;o)
Gréta móða(móðursystir hehe)

10:19 PM  
Blogger Katrín said...

Smygluðum því sem laumufarþega inn í landið, ættum að ná að smygla því til baka líka ;)

7:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég skildi nú reyndar ekki planið með flugið en þarf þess svo sem ekki.
Ætli það sé ekki svipað með þá spænsku og þessa sænsku að þeir treysta bara innlendu (það er nú ekki nema einn stafur sem skilur þá að!!!)
P.S. þetta með 16 tímana er helber lygi!!!! (Sorry, en hef tvöfalda reynslu af því)
Hildur í Dal

7:46 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hildur! Það er nú ekki nema von að þú skiljir ekki flug dæmið.. Katrín (hin ólétta!) er nú ekkert að flagga fréttunum neitt sérlega mikið heldur! Og krakkagrísinn sem á að mæta á svæðið eftir einungis nokkra daga eða svo!! Fussumsvei... ;) (blikk Katrín, blikk ;)).

Já setja krakkann í geymslu segiru,.. já. það er hugmynd. Segi ekki að mér finnist hún góð, en tja... NEI. Gengur ekki upp af þeirri einföldu ástæðu að ég VERÐ að fá að sjá hann meðan þú ert á Íslandi. Þannig að nú geturu gleymt þeirri hugmynd og farið að vinna í vegabréfinu, ég meina áttu ekki ágætis sónarmynd sem þú getur sett í passann??? :)

11:44 PM  
Blogger Katrín said...

Þetta með sónarmyndina ætti alveg að ganga, á eina helvíti góða frá 12 viku. Það var einmitt þá sem hann fékk nafngiftina
Gamba(rækja) og Erasmus að seinna nafni í einhverju partýinu hérna.

Gamba Erasmus Guðmundsson/dóttir
Date of birth: 20.05 - 7.06, 2007
Nacionality: Ispanol
Picture: Not for sensitive!

Og þetta með 16 tímana! Ef félaginn er með greind yfir 75 þá ætti hann fljótlega að átta sig á því að ég er ekkert mikið fyrir grenjur. Og byrjar auk þess að umgangast mig á mínu öflugasta geðvonskutíma... ég í prófum! Ef ég á að sjá um að fæðann og klæðann þá er honum hollara að hafa mig góða ;)

5:10 PM  

Post a Comment

<< Home