Tölvan mín er horfin... Þ.e. grafíska reiknitölvan mín, sálufélagi minn sl. 4 ár! Begga frænka keypti hana fyrir mig í fríhöfninni haustið sem ég byrjaði í verkfræði. Þá fannst mér hún ógeðslega dýr og hálf skammaðist mín fyrir snobbið að þurfa svona huges reiknitölvu. Hef aldrei séð eftir krónu sem fór í hana og myndi borga fúlgu fjár fyrir að fá hana aftur.
Er búin að snúa öllu við hérna heima fyrir, leita uppi í skóla og spyrjast fyrir alls staðar. Gummi notaði hana stundum til að teikna myndir og ég hélt að hann væri með hana og hann hélt að ég væri með hana svo ég veit ekki nákvæmlega hvenær hún hvarf. Er búin að bíða heillengi eftir því að hún dúkki bara upp: "ah... þarna setti ég hana þá" en ég held ekki að það sé að fara að gerast.
Fyrir utan að hún er enn í dag syndsamlega dýr, þá liggja margra daga ef ekki vikna vinna í henni í forritunum sem ég var búin að búa til. Fyrir áramót var ég í áfanga sem er stærðfræðileg landmælingakerfi og var búin að forrita allann áfangann inn í tölvuna. Í stað gagna á prófinu megum við hafa forritanlega reiknitölvu og ég var búin að búa til þvílíka kerfið. Prófið í þessum áfanga er svo 14. júní! Nokkrum sinnum er ég búin að leita einu sinni enn, en ég held ég neyðist til að kaupa mér aðra tölvu. Hún nýtist Gumma þá vel ef ég finn mína gömlu, en ég finn bara til í sálinni að missa allt dótið mitt sem var í tölvunni.
Ef einhver hefur tekið hana ófrjálsi hendi uppi í skóla, þá veit ég ekki hvort í fyrsta lagi hann þorir að láta sjá sig með hana þar sem svona tölvur fást ekki hérna og hver einn og einasti er með HP en ekki CASIO. Þess fyrir utan eru öll forritin á spænsku og íslensku, þannig að ef viðkomandi fattar hvernig þau virka þá eru forritin frekar auðþekkjanleg. Því er líklegast að með einum takka verði tölvan endurformöttuð og öll mín vinna fyrir bí.
Ohhh... mig auma!
2 Comments:
ÆÆÆÆÆ, greyið kerlingin, ég skal senda þér forrit í huganum, sem nýtist þér samt ekkert, en samhryggist þér
Kóðann um restart-ið á hrossagauknum sem ýmist deyr úr hita eða kulda...
if hiti<1°C | hiti>16°C
hrossagaukur = dauður();
gunnarsstDóninn = syngurEinn();
söngur = umDauðansÓvissanTíma();
else
hrossagaukur = syngur();
gunnarssDóninn = syngur(dansar);
söngur=mikiðEigaDrengirGottAð();
end
Post a Comment
<< Home