Thursday, May 31, 2007

Sá í morgunblaðinu dánartilkynningu Ástu Lovísu, kona sem veiktist af krabbameini og hefur bloggað um veikindi sín. Slóðin er hérna.
Sterkur karakter og ótrúlega margir sem hafa fylgst með þessu í gegnum tíðina. Sumir skrifa ævisögu og kvikmyndir eru gerðar um aðra. Það er svolítið óhugnarlegt að lesa um manneskju og hvað gerist í hennar lífi svo til jafnóðum og það gerist, kannski sérstaklega þegar svona stendur á. Las síðuna hennar öðru hvoru og einkennilegt að það sé komið að leiðarlokum hjá henni.

1 Comments:

Blogger Ilmur said...

Já þetta er ótrúlega sorgleg staðreynd. Finnst bara eins og ég hafi þekkt hana eftir allan blogglesturinn.

Hvernig er það, er EKKERT að gerast hjá þér stelpa?! Ætlar rækjan bara að húka inni í allt sumar!! ?

Knús og baráttukveðjur, þú mannst að láta mig vita ef e-ð gerist!!!!

Knús yfir og út,
Ilmsss

11:41 PM  

Post a Comment

<< Home