Man ég okkar fyrri fund
forn þó ástin réni.
Nú er eins og hundur hund
hitti á tófugreni!
Er að velta því fyrir mér... þegar hundur hittir hund á tófugreni, fara þeir ekki að slást? Eða er það eitthvað ,,turn on moment"?
Er hundi kannski alveg sama þótt hann hitti annan hund á tófugreni? Eða er kannski bara rosalega gaman að vera hundur og hitta annan hund einmitt á tófugreni? Ræða heimsmálin og svona...
Maður spyr sig...
Spurt er: Eftir hvern, um hvern og hvað er málið með hundana?
5 Comments:
Rósa Guðmundsdóttir oft nefnd Vatnsenda Rósa Fædd 1795 - 1855
Hún er að yrkja um Eyjafjörð. Eyjafjörður minn, fegri öllum sveitum.
Með hund kvikyndin veit ég ekkert um.
Gæti verið að þetta sé Stein Steinarr og hann semji þetta til konunnar sinnar?? Það var allavega eitthvað svipað..
Berglind
Nei þetta er eftir Vatnsenda-Rósu en ég held að Steinn Steinarr hafi samið eitthvað álíka fagurt til konunnar sinnar..
Berglind
Vatnsenda Rosa hugsa eg; og eg aetla ad skjota a slagsmal og laeti tegar hundur hittir hund. Hvernig er annars med tig, er fina dyra myndavelin onyt?! Mig er farid ad thyrsta i ad sja myndir af ther og kulunni adur en hun hverfur.
Elsku Katrín, þetta er eftir Vatnsenda-Rósu og elsku Katrín þetta með hundana er að hún man sem sagt þegar þau hittust fyrst að þau voru þau voðalega ástfangin en núna eftir öll þessi ár þá er sambandið eins og þegar hundur hittir annan hund á tófugreni = slagsmál og rifrildi. Skilurðu? Allur blossinn farinn og ástin með.
Post a Comment
<< Home