Þetta er að hafast ;)
Búin að klára þau verkefnaskil sem ég þarf að gera í lok þessarar annar. Tvö síðustu verkefnin kláruðust í dag. 4 verkefni eftir fyrir próf, en það eru verkefni sem ég þarf ekki að skila fyrr en 20. júní og er meira og minna búin með. Náði að klára einn áfangann alveg í dag og þungu fargi af mér létt. Dagurinn í gær og dag var reyndar heilt helvíti en þetta hafðist allt að lokum.
Hitinn í dag var rosalegur. Það er búið að vera svo gott veður, skýjað og svalur vindur alla sl. viku. Í dag var svo algjör molla, ekki hnoðri á lofti og ég var við það að drepast á því að labba á milli bygginganna á háskólasvæðinu. Hefði verið til í að hafa hitt veðrið bara áfram.
Annars er lítið að frétta. Gumma er guðslifandi feginn að þessari læritörn er að verða lokið, hann er farið að lengja eitthvað eftir krakkanum, held að hann sé orðinn leiður á að elta mig út um allt;) Hann er nú ótrúlega duglegur að sjá um mig... eða réttara sagt krakkann sinn. Það er bara svo ágætt að vera milligönguaðili milli þeirra tveggja. Hann eldar handa stubb sínum á hverjum degi og kemur með matinn niður í skóla. Stubbur verður nú að fá holla og góða fæðu... sem ég kem áleiðis;) Hef mestar áhyggjur af því hvernig þetta verður þegar ég missi milligöngusætið... þá veit ég hverjir verða "Best buddies" og hver verður útundan... Buhu!
Þegar hann hefur fylgt okkur félögunum í skólann fer hann í box, æfir sig á gítarinn og lærir spænsku. Hann er að verða búinn að læra Stairway to Heaven, 8 mínútna pikklag í biðinni eftir krakkanum. Krakkinn á eftir að raula það þegar hann fæðist!
10 Comments:
Berglind
Þú færð nú smá aðlögun eftir að erfinginn fæðist með því að vera með hann á brjósti, þá þarft þú ennþá að borða það sem hann fær svo Guðmundur losnar ekki við þig strax :)
Dugnadurinn i ther kona! Thad vaeri draumur ad vera buin ad ljuka ollu skolastussinu af adur en Stubbur maetir a svaedid.
Vid Keith vorum ad raeda vegabrefavesenid i gaer og hann stakk upp a nofnunum Stulka og Drengur a fyrsta vegabrefid, sem vaeri vitaskuld haegt ad breyta eftir skirn. Spanverjarnir myndu hvorteder ekkert vita ad thetta vaeri ekki "alvoru" nafnid. Myndi sjalfsagt ganga ef Drengur vaeri ekki svona kunnuglegt nafn i thinum eyrum.
Kvedja Kitta sem bidur i ofvaeni eftir sms-i. Og vantar heimilisfang, liklega best ad thad se heimilisfang a Islandi i sumar!
Gréta Móða hérna
Ætlar þessi krakki ekkert að fara að skila sér, sem móðursystir finnst mér biðin allt of löng en það er gott að hann er tillitssamur við móður sína og beið fram yfir verkefnatörn.... koma svo!!!
Já drífa sig nú frændi, mig er farið að langa í nafna..... og hana nú
Einu sinni voru munkur og nunna að fara yfir eyðimörk, ríðandi á asna. Svo eftir nokkra daga ferðalag þá dettur asninn niður og drepst. Munkurinn og nunnan halda samt áfram svolitla stund þar til munkurinn segir við nunnuna; eigum við ekki að afklæðast svo þú fáir einhvern tíman að sjá karllíkama og ég kvenlíkama áður en við deyjum? Nunnan tekur ágætlega undir þetta. Síðan afklæðir munkurinn sig og stoltið hans stendur út í loftið. Þá spyr nunnan: Hvað er þetta? og bendir á stoltið. Þetta er töfraprik, segir munkurinn. Ef ég sting því inn í þig þá kviknar líf. Þá segir nunnan: Í guðanna bænum stingdu þessu þá í asnann.
Berglind
bahahahaha..... en frændi ætlar að bíða til 1.júní og fá 010607 í kennitöluna...
Þá væri miklu meira kúl að bíða til 5. júní og fá 050607 :)
Berglind
ég gerði bara ekki ráð fyrir að þig langaði að bíða svo lengi ;)
Ég hélt að á þessari hluta meðgöngunnar væri þér orðið skítsama um kennitölur og svoleiðis pjatt...bara ná þessu út!!!
Kv. Hildur
Það þarf miklu minna að hafa fyrir því þarna. Mig óar enn við tilhugsunni um þegar þetta fer að arga og garga, hvað þá bleyjuskipti og vesen.
Ætli ég taki ekki bara fílinn á þetta;)
Post a Comment
<< Home