Sunday, May 27, 2007

Auðvitað er krakkinn tillitssamur! Annars væri honum nú illa úr ætt skotið ;)

Ég þarf að skila stóru verkefni á þriðjudaginn og má ekkert vera að standa í þessu akkurat núna. Hann verður bara að bíða smá!

Annars vorum við Gummi að ræða heilbrigðiskerfið. Hlutirnir ganga aðeins öðruvísi fyrir sig hérna á Spáni. Fór í blóðprufu um daginn, sem er svo sem ekki frásögu færandi nema hvað... þeir náðu 250 manns á tveimur tímum eða rúmlega tvo á mínútu. Það var huges biðsalur fullur af fólki, svo tók maður bara númer og hleypt inn í hollum. Ég var númer 213 svo ég fékk alveg að bíða vel. Svo fór röðin að koma að mér, eða mínum hóp. Þegar maður kom þarna inn var önnur röð og 10 básar. Básarnir voru meira svona borð með spjöldum á milli. Svo tíndist úr röðinni eftir því sem hinir voru afgreiddir. Læknirinn lét mig fá eitthvað blað sem var búið að krossa í hvaða blóðprufur hann vildi, ég fór í fyrri röðina afhenti blaðið og fékk blóðprufuglösin skv. því. Þá fór ég í seinni röðina og beið eftir að röðin kæmi að mér til að pappa af í glösin. Ég fylgdist með að nálin kom úr svona sótthreinsuðu bréfi, en ég er nokkuð viss um að niðurstaða blóðprufunnar var að ég væri með parkison og gamla konan við hliðina á mér ólétt.

En án spaugs þá virtist þetta virka alveg, þó svo að þetta væri frekar færibandalegt. Það sem við vorum að velta fyrir okkur var hvort við værum bara ekki of góðu vön heima. Þetta kerfi afkastar engu smá hjá þeim! Þeir gætu kannski loksins látið drauminn rætast með að reka heilbrigðiskerfið ,,án taps..." ef þeir tækju þetta sér til fyrirmyndar!

Umhverfið var að vísu ekkert heillandi. Minnti miklu frekar á frystihúsið en sjúkrahús. Hvítar flísar á veggjunum frá gólfi og uppúr, dottnar af á einstaka stað. Stórir hillurekkar með sprautunálum, sótthreinsunarvörum og blóðprufuglösum og allt hvítt og blátt á litinn. Ekkert verið að spreða í gulu sálarróandi málninguna eða myndir á veggina.
Málið er hins vegar að þetta kerfi er félagslega kerfið. Ef þú mögulega átt bót fyrir boruna á þér þá ertu í einkakerfinu. Munurinn er rosalegur, en "allir fá þjónustu"...

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Berglind
Mig dreymdi ykkur í nótt og erfinginn var strákur :)

11:54 AM  
Anonymous Anonymous said...

Er ekki spurning um ad taka bara lán og eignast barnid á einkareknum spítala...svona midad vid lýsingar hef ég bara áhyggjur af tessu. Hvad ef tad er svipad fyrirkomulag tegar tú ert ad eiga...ad bída í röd tangad til sést í kollinn og fá tá tvaer mínútur í "burdarbás" og svo máttu bara fara vinan!!!
Ég meina hvad á madur ad halda um svona barbaríska villimenn?
KV. Hildur

2:17 PM  
Blogger Katrín said...

Haha ;) Mikið til í því. Reyndar er það víst ekkert grín, því kona manns sem er með mér í skólanum átti í bæ hérna svolítið frá og þar var útvíkkunarbiðsalur;) Sem er nákvæmlega það sem felst í orðinu. Með öllum hinum, en fæðingarstofan sjálf var víst lokuð af. Fékk ekki að skoða deildina hérna á sjúkrahúsinu. Krossa fingur að þeir séu aðeins þróaðari, ef ekki þá verður þetta eins og í fjárhúsunum. Ég ætla að ná horninu, stanga hinar frá, krafsa svo burt skítinn eftir síðustu, bý mér til bæli og leggst þar...Boy oh boy! En það kemur víst í ljós, fyrr en síðar...

8:58 PM  
Blogger Ilmur said...

Boy oh boy. Segi ekki annað.

10:32 PM  

Post a Comment

<< Home