Sunday, December 17, 2006

Síðasta prófið á morgun! Mesti krafturinn var settur í síðustu tvö próf, til að hafa þau á hreinu. Prófið á morgun er stærðfræðipróf sem ég þarf ekki að taka en ef ég næ því þá þarf ég ekki að taka þennan hluta aftur á lokaprófinu í febrúar.
Ég geng útfrá því að ég komi til með að taka þennan hluta aftur í lokaprófinu í febrúar, en það er ágætt að fara í prófið og sjá hvernig þetta lítur út.

Svo er to-do-listinn á morgunn frekar erfiður
- Fara í próf frá 9 til 12
- Borða með Rocio í hádeginu, löngu ákveðið og get ekki svikið það
- Kaupa jólagjöfina handa Gumma, búin að ákveða hvað en hún er svo stór að
ég verð að láta hann fá hana áður en við förum til Danmerkur
- Fara í klippingu (þetta kemur til með að sitja á hakanum)
- Fara í þrefaldan stæ. tíma, skyldumæting - verklegt
- Fara í vinna upp tíma í hönnun landakorta, fæ út úr prófinu svo ég verð að
mæta
- Fara á barinn með bekkjarfélögunum og kennaranum í kortahönnun, jólaglöggin!
Verð að mæta
- Pakka niður fyrir jólaferðina til Danmerkur
- Sofa áður en ég mæti á lestarstöðina kl. 6 daginn eftir til að ná lest til
Madrid.

Ferðadagskráin er svohljóðandi:

# Ná lestinni í Jaén kl. 6 til Madrid
# Kem til Madrid um 10 - 11 leytið
# Finna út hvernig ég kemst með lest af aðallestarstöðinni út á flugvöll
Ef það er einfalt þá er aðallestarstöðin í miðbænum svo ég get aðeins skoðað
mig um þar.
# Mæting á flugvöllin um tvöleytið, brottför um hálf fimm. Best að mæta snemma
til að finna þessi terminal eða brautarpalla
# Lending í Malmö, Svíþjóð kl. 8
# Lest til Kaupmannahafnar kl. 9 ef allt gengur að óskum í Malmö.
# Komum til Kaupmannahafnar um 10 leytið.
# Finna lest til Óðinsvé (ef ekki er hægt að taka beint Malmö - Óðinsvé)
# Mæting til Óðinsvé um miðnætti.

-> SOFA FRAM AÐ HÁDEGI og fara svo að huga að jólaskapinu ;)

Allir heima á Gunnarsstöðum ætluðu í laufabrauð í dag. Hefði svo viljað getað hoppað heim til Íslands í nokkra klukkutíma, skera út laufabrauð, hitta alla, borða íslenskt nammi og hlusta á jólalögin. Það er víst ekki á allt kosið, verð að fara að fá mér svona einkaþotu, ætli það sé svo geðveikt dýrt?

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þú misstir af hörku laufabrauði í gær, til hamingju með allt, prófin og allt annað sem að hægt er að gleðjast yfir.

10:49 AM  
Blogger raggatagga said...

Já það er smá keyrsla á þér og þínum, vona bara að þið missið ekki að neinu af öllum þessum faratækjum..en ég lofa að standa mig vel í nýja hlutverkinu!!
KV LFB

11:59 AM  
Anonymous Anonymous said...

Nýja hlutverkinu?? hmmmmm, já alveg rétt hún er orðin opinber eymingi, hehe, ég lofa engu. En til hamingju með prófalokin og allt það.

1:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég er nú líklega svolítið sein að commenta og skiptir engu máli hér eftir en hver er í Óðinsvéum sem þú eyðir jólunum hjá? Síðan finnst mér mjög sniðugt að þú fljúgir til Malmö til að komast til Danmerkur, því við gerum það alltaf hinsegin. Annars vona ég að þið hafið það gott, hvar sem þið eruð um jólin. KV: Hildur

10:13 PM  
Blogger Katrín said...

Búin að sjá Malmö ;) eða svona smá part af bænum sem sást út um rútugluggann á leiðinni af flugvellinum á lestarstöðina. Sá samt einhverja huges kirkju;)

Vorum bjá bróður Gumma og konunni hans um jólin en þau búa í Óðinsvé.

Kortið þitt skilaði sér, takk fyrir það ;)
Algjör skandall að missa af Dalspartý, einu sinni enn. Spurning um að halda ein 3 eitthvert árið svo maður nái að vinna þetta upp ;)

3:31 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jæja gott fólk... gleðilegt ár og takk fyrir gamla. Komin heim til Jaén?

9:54 AM  
Anonymous Anonymous said...

úps... -Kitta

9:54 AM  
Anonymous Anonymous said...

sæl frænka, ég er nú bara nýbúin að uppgötva hjá þér bloggsíðuna þína og þá passar að þú ert hætt að blogga (annar ferst mér nú að tala um lata bloggara hehe)
bið að heilsa gumma þ.e.a.s. ef þú lest þetta þá einhverntímann tihihihi

1:41 PM  

Post a Comment

<< Home