Wednesday, December 13, 2006

Geðveikin er alls staðar eins!

Í skólanum í dag var búið að setja upp hálfgerða sýningu eða gjörning, veit ekki alveg hvað ég á að kalla það.
Það var búið að setja upp stóra hlera og líma á það fullt af A4 hvítum blöðum með krossi á og kvenmannsnafni. Luis, bekkjarbróðir minn útskýrði það eins og ekkert væri eðlilegra - þetta voru þær konur sem höfðu verið drepnar af eiginmönnum sínum og sambýlismönnum á árinu!
Það var sem sagt verið að vekja athygli á heimilisofbeldi. Það voru um 50 nöfn á ári, og bara núna á árinu voru þau komin yfir 40.
Á blaðinu stóð nafn, aldur og hvernig þær voru drepnar. Það var allt frá því að vera 15 ára stelpa sem kærastinn barði til dauða, 22 ára sem var skorin á háls upp í 50 ára þar sem fullur eiginmaður hafði barið hana í hausinn með flösku.
Ég spurði hvort þetta væri ekki samfélagslegt vandamál? Hvort þetta væri virkilega eðlilegt? Sagði þeim jafnframt að ég væri fegin að eiga ekki spænskan eiginmann.

Svo á leiðinni heim úr skólanum fór ég að spá í þetta - Spánverjar eru um 41 milljón og við erum um 300 000 manneskjur á Íslandi. Þeir eru 140 sinnum fleiri en við þannig að miðað við fólksfjölda er þetta eins og þetta gerðist á tæplega 3 ára fresti heima. Ég er bara ekki frá því að við séum ekki hótinu skárri.

Og við teljum okkur vera siðmenntaða þjóð; Evrópubúar í heild sinni telja sig nokkuð siðmentaða heimsálfu. Miðað við að það búi um 730 milljónir manna í Evrópu og ástandið sé eitthvað svipað alls staðar þá eru um 890 konur drepnar af sambýlismönnum og eiginmönnum á hverju ári - bara í Evrópu.

Ég hreinlega skil þetta ekki, þarf maður ekki að vera helvíti ruglaður í hausnum til að stúta sambýlisfélaga sínum? Og ef maður er orðinn svona leiður á viðkomandi, af hverju þá ekki að skilja bara við hann og fá nálgunarbann?

3 Comments:

Blogger raggatagga said...

Þetta er alveg ótrúlegt...Svo er fólk hissa á því og vorkennir köllunum þegar maður er aðeins að kvæsa á þá..maður er bara að hafa vaðið fyrir neðan sig..um að gera að láta þá halda að maður sé mjög grimm og vís til alls, þá leggja þeir ekki í mann!!

8:39 AM  
Blogger Kristjana said...

Þetta er eins og svo margt annað... við erum alveg jafn stórtæk og allar hinar þjóðirnar (miðað við höfðatölu). Sorglegt en satt. Það er líka ótrúlega erfitt að fá nálgunarbann á fyrrverandi maka og láta fylgja því eftir, bæði á Íslandi og annars staðar.

En gott framtak hjá Spánverjunum að vera að vekja athygli á þessu og skapa umræðu.

11:59 AM  
Anonymous Anonymous said...

Kræst, ég er fegn að Axel sé ekki svona, úff... Hann má líka gleðjast yfir því að ég er ekki svona heldur :) Þetta eru hrikalegar tölur, en samt er þetta bara svona enginn veit hvað gerist á bak við luktar dyr...

2:39 AM  

Post a Comment

<< Home