Thursday, December 07, 2006

Fór út í fjárfestingar áðan! Það var orðið nauðsynlegt, ég er við það að krókna úr kulda hérna, ótrúlegt en satt. Það er sko ekki endalaust heitt hérna, langt því frá. Þessa dagana er eiginlega bara skíta kuldi og haustlegt um að litast.

Ég er s.s. búin að ganga bæinn þveran og endilangan að leita mér að sæng! Fann á endanum búð sem seldur dúnsængur og ég splæsti á mig einni.
Hitinn hérna er frá 15 upp í 20 gráður á daginn en fer niður í 10 á kvöldin og nóttunni og þar sem húsin eru svo lítið einangruð þá er yfirleitt sami hiti inni og úti. Ég er bara ekki að hafa það af að sofa með lak í 10 stiga hita. Var búin að draga öll teppin í húsinu inn í rúm og hlóð þeim ofan á mig.
Núna er ég bara að bíða eftir að klukkan verði nógu margt svo ég geti farið að sofa undir nýju sænginni minni ;)
Mér hefnist fyrir það að gera grín að Gumma fyrir að taka með sér svefnpoka til Spánar! Er búin að éta það nokkrum sinnum ofan í mig, en það er ómögulegt að sofa alltaf í svefnpoka. Þetta er miklu betri lausn og aldrei að vita nema Gummi fái smá horn af nýju 200x220 dúnsænginni minni. Sé til...

Eins og flestir vita er ég einlægur aðdáandi kakósúpu;) Hef bara ekki fundið kakó hérna en best að deyja ekki ráðalaus. Hér er til nóg af súkkulaði og hafið þið prófað að búa til kakósúpu úr súkkulaði?
Eina mínútu í munninum - alla ævi á rassinum, en vel þess virði ;)

Fór í próf á þriðjudaginn. Ég var alla helgina að lesa, að meðtöldum föstudegi og mánudegi og komst einu sinni í gegnum efnið, sem voru rétt rúmar 100 blaðsíður á spænsku um innri gerð tölva. Í ofanálag var þetta krossapróf og ég sver að sumir valmöguleikarnir voru alveg eins, alla vega eins og ég skildi þá. Það var kannski samt ágætt að þurfa ekki að skrifa mikið, held að kennarinn hafi einnig kosið að þurfa ekki að lesa svörin mín...
En ótrúlegt en satt þá náði ég 7, jafnvel þó tveir vitlausir krossar eyddu einum réttum og ég hikaði ekki við að giska ef ég gat útilokað einn, hvað þá tvo þar sem af fjórum valmöguleikum segir tölfræðin að maður eigi að giska.
Þeir sem ekki eru ánægðir með einkunnina mega taka prófið upp aftur, ég er nú varla svona heppin tvisvar í röð svo ég læt það standa ;)

En ég er að hugsa um að fara og skríða undir nýju sængina mína, klukkan er orðin nógu margt til að fara að sofa ;)

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Nú hlæjum við grimmdarlega á klakanum, það er nú allavegna heitt inn í okkar húsum þrátt fyrir örlítinn utandyra kulda...
Sunna

11:33 AM  
Anonymous Anonymous said...

haha, já, á ég sem sagt að taka með mér svefnpoka...;)
Gréta syss

12:36 PM  
Blogger Katrín said...

Þú getur fengið okkar lánaða þar sem við erum búin að fjárfesta í dúnsæng ;)

Taktu frekar með þér jólasmákökurnar ;)

4:47 PM  
Blogger Víkingur said...

Til hamingju með prófið!!! Nokkuð vel að verki staðið að standast krossapróf á hrognamáli.
Ég er kominn í húsmóðurhlutverkið í íbúðinni þinni :) byrjaður að baka og svona ;) ligg reyndar bara í ofurþynnku í dag... helvítis íslenski bjór!

6:36 PM  
Blogger Katrín said...

Hehe ;) Krossaprófið var svona álíka líkur og vinna í lottói? Ég hefði kannski frekar átt að nota heppnina í það...

Ert þú að hugsa um þær dömurnar á meðan á prófum stendur? Stenduru kannski einnig í jólabakstri og fínerí? Stendur ekki örugglega eitthvað um íbúðar-eiganda-hlunnindi í prósentum talið af jólakökubakstri?

8:17 PM  
Blogger Víkingur said...

Ég skrifaði aldrei undir neitt, svo þú verður að ræða þetta við húsráðendur ;)

11:16 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til lukku með að krossa svona vel og skipulega ío prófinu. Kannski að viðgefum ykkur bara rafmagnsofn í jólagjöf eða útilegudót til að halda hita á ykkur innandyra :)
Kveðja úr Eyjum :)

2:13 PM  

Post a Comment

<< Home