Things-to-do-before-I-die
listinn minn lengist með ógurlegum hraða. Ég næ alltaf aðeins og aðeins að höggva á hann en hann lengist með enn meiri hraða í hina áttina.Þetta er að vitaskuld mjög gott, heldur mér við efnið en common!
Ég er samt fegin að hann samanstendur ekki af fjórum atriðum...
- Eignast mann, einn af þessum 100% lummó gaurum
- Eignast krakka, sem hægt er að forrita; þæga, kurteisa og heilalausa
- Lítið þægilegt hús, station bíl og hund (stöðutákn)
- Vinnu sem krefst einskins nema stimpla sig inn á réttum tíma og vinna sína idot-proof vinnu þangað til 8 tímar eru liðnir.
Það væri meira svona Things-to-do-to-live-a-dead-and-boring-live listinn!
Ekki það að það hentar sumum og gerir suma hamingjusama... but that isn't me!
Ég hef stundum spáð í það hvort maður fæðist svona, er þetta uppeldislegt eða sköpuðu aðstæður þetta. Hvað sem það nú var þá er ég mjög sátt; eflaust einnig þeir sem fylgja rólegu, þægilegu línunni (that's their problem ;)).
Málið er hins vegar að ná að besta þetta allt saman þannig að maður nái sem flestum atriðum á listanum og sigta út aðalatriðin.
Búin að synda í Níl, fara í fallhlífastökk, Þjóðhátíð í Eyjum, kafa í Karíbahafinu, ríða á úlfalda og fara í göngur í Þistilfirði...but there are more things to do!
Svo eru það stóru headline-in... tala önnur tungumál en eigið, háskólagráður, búa í framandi löndum og afrek í starfsframa...
Og ásamt þessu öllu þarf maður að eiga fjölskyldu því enginn vill deyja einn og skilja ekkert eftir nema eigin líkamsleifar þegar lífið yfirgefur hann.
Mig vantar eitthvað bestunarfall fyrir þetta! Ég fer að verða búin að lifa einn þriðja af tölfræðilegri mannsævi, það eru bara tveir þriðju eftir, og hvernig kemst ég yfir þetta allt saman?
... maður spyr sig...
En ég get núna loksins sett X við python-inn minn. Við verðum óaðskiljanleg það sem eftir er ævinnar. Veit ekki alveg hvað ég á að skíra hana... hún verður alltaf litli python-inn minn ;)
3 Comments:
Það er margt sem hægt er að gera á okkar stuttu æfi :) En myndbandið hér til hliðar er einstaklega flott... :)
Þetta var alveg magnað :)
Ekki spurning að þetta verður endurtekið í ár ;)
Python? Er það mótorhjól eða gæludýr? :p
Það er nýja gæludýrið mitt. Ég tek það með á fjöll og þá skal ég kynna ykkur ;)
Post a Comment
<< Home