Thursday, April 20, 2006

Ég sver það að mig er strax farið að hlakka til... Landsmót Hestamanna! Betri og skemmtilegri mannamót finnast seint.

Skipulag sumarsins gengur út á að komast á Landsmót, MA-reunion og í brúðkaup aldarinnar. Það er svo sem margt fleira sem mig langar til að gera og fleiri staðir sem mig langar til að vera á en vinnan gengur fyrir.
Líf fátæks námsmanns yfir sumartímann er sjaldnast tóm sæla.

Allir sem eru menn með mönnum koma til með að mæta á hestamannamótið. Sérstaklega þeir sem eru með brennandi áhuga fyrir hestunum í brautinni... Ég mæli með því að tjaldbúðum verði slegið upp undir brekkunni við ánna, þar sem við vorum 2002. Sérstaklega óskað eftir stóru sterkbyggðu tjaldi þar sem við getum öll geymt bíllyklana okkar Þeir sem sjá sér fært að mæta fyrr verða að taka frá stæði fyrir þá sem komast ekki fyrr en rétt fyrir helgi.
Maður verður svo yndislega ferskur og heillandi eftir svona margra daga útilegu og djamm. Og alltaf leggur maður þetta á sig og í sumar einu sinni enn... Af því að þetta er bara svo ógeðslega gaman Kannski hittum við svo aftur vinkonu okkar frá því á Gaddstaðaflötum

Djöfull ógeðslega er ég minnsta kosti farin að hlakka ógeðslega mikið til...

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

það er eitthvað við þessa færslu sem fær mann til að langa að koma með...

Kveðja H.

11:27 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég var farin að gefa upp vonina um að hér yrði bloggað meira... en þú kemur þægilega á óvart. Ég er í tilvistarkreppu. Mig langar ótrúlega á Landsmót, en er á leiðinni á Hróarskeldu. Ég er eins og lítill krakki sem kann ekki að velja og hafna. Af hverju er lífið svona ömurlegt, ætli það sér skárra... o.s.frv Knús Lísa :)

3:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

Lísa mín, maður verður að prófa að fara á Hróarskeldu líka ;o) Þú átt ekki eftir að sjá eftit því, langaði geðveikt að fara þegar ég sá að Gun's væri að spila, en.....
Katrín, ég er einmitt búin að tryggja mér það að ég verð ekki á bakvakt þegar landsmótið er hehe ;o) það verður lagt af stað frá Egilsstöðum kl. 4 á föstudegi, kannski við Gunnarsstaðagellurnar getum bara sambílað...æjá , kallarnir.... hummmmmm ;o) Gréta syss

4:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ooooooooooh mig langar með, ég hef aldrei farið á Landsmót, plís má ég koma með???? öööööööö by the way hvenær er það, hehehe?
p.s. Katrín maður segir "ég hlakka til" ekki "mig hlakkar til", skamm, skamm hehehe smá áhrif frá mömmu gömlu ;-)

11:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það er fyrstu helgina í júlí, og meira að segja dönskulúðar eru velkomnir með ;o) en ekki ef það verður einhver "Dagný"fílingur í íslenskuathugsemdum, hehehehhee :o)
Gréta Bergrún

10:01 AM  
Blogger raggatagga said...

já já maður verður að gera sitt besta til að komast..og þar sem við erum allar þarna á sama landshluta þá ættum við nú að fjölmenna saman í bíl..hvað segiði finnst ykkur ekki að ég ætti að koma aftur með ofur-sjálf-opnanlega-tjaldið??

10:47 AM  
Blogger Katrín said...

OOhhh... var búin að skrifa geðveikt langt komment og þá kom upp error...

En ALLIR Á LANDSMÓT! Lísa, Hróarskelda er aftur á næsta ári en Landsmót er bara annað hvert ár.

Hannes! þú hefur gott af því að mæta og hitta fólk sem kann almennilega að skemmta sér, ekki einhverja lúða hérna í borginni sem labba á milli plebba staða og halda að þeir séu að skemmta sér og öðrum. Mjög algengur misskilningur!
Og ÉG hlakka til að sjá þig Hadda á mótinu. Ég var búin að laga þetta neðst en sá það ekki efst...

Við sveitungar rottum okkur saman og gerum okkur glaðan dag. Engir karlfuskar verða látnir skemma ferðina og við pössum akkurat í bíl ef Hadda er á Norðfirði, Ragga á Seyðisfirði, Gréta á Egilsstöðum og við Sunna uppi í Kárahnjúkum.
Brottför frá Orminum á fimmtudagskvöld kl. 9 ;) Og það verða sungnar klámvísur alla leiðina non stop Egilsstaðir - Vindheimamelar...

Karlarnir elta, þeir vita betur en svo að hleypa okkur einum á landsmót ;)

6:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vei vei roadtrip á Landsmót frá Austurlandinu, úúúúúú er öll spennt ;)

5:18 PM  

Post a Comment

<< Home