Wednesday, April 05, 2006

Úfff... búin að vera með skitu í allann dag.

Dæmatími í stæ. kl. fjögur. Tími dauðans og stund sannleikans; belive it or not... þá náði ég prófinu, var meira að segja yfir meðaleinkunn.
Það tvennt er svo sem enginn stórkostlegur árangur og einkunnin var svo sem ekkert glæsileg en ég kem til með að lifa með því góðu lífi!

Fyrir nokkrum vikum síðan fórum við Gummi á jökul með Pálmatrésliðinu (þau sömu og við fórum með til Póllands og Ungverjalands).


Ferðasagan í grófum dráttum...

Árla föstudags var keyrt af stað alla leið upp í Grafarholt. Þar hittum við þá Pálmatrés menn, margir hverjir komnir í ölið. Eyþór bættist síðastur í hópinn og eftir það lá leiðin á Selfoss, upp hjá Flúðum og hádegismatur borðaður í Hrauneyjum.
Þar er skáli frá því að virkjannaframkvæmdirnar stóðu yfir og er hann nýttur sem hótel í dag; meira að segja verið að byggja við hann.
Loksins komumst við af malbikinu, hægt að fara að hleypa úr dekkjum og trukkast eitthvað. Leiðin lá upp í Jökulheima; lítið staldrað við þar heldur haldið áfram og upp á jökul. Uppi á jökli hittum við þá norðanmenn, Elmar á Hríshól, Inga o.fl. Þeim urðum við svo samferða það sem eftir var ferðar. Það hafðist að komast í Grímsvötn um kvöldmat en þar var áætlað að hafa næturveru báðar næturnar.
Á laugardeginum fórum við yfir jökulinn og komum niður í Kverkfjöllum. Þar komum við að gili sem við löbbuðum upp og komumst í þetta fína bað. Dóluðum okkur til baka aftur í Grímsvatnaskálann. Daginn eftir var gengið frá kofanum og haldið heim á leið með smá viðkomu á Pálsfjalli.

Kofinn í Grímsvötnum er snilld. Hann er uppi á Grímsfjallinu og ekkert grín að lenda þar framaf. Hann er alveg á brúninni svo það er ekki hægt að fara nema öðru megin við hann. Var aðeins að spá í þetta um nóttina þegar ég staulaðist á kamarinn. Það væri leiðinlegt að fara vitlausu megin og hrapa framaf.
Þarna uppi er heitt vatn, þ.a.l. stórt gufubað. Kamarinn er samt mesta snilldin, hann er vel rúmur og tvær setur hlið við hlið. Ekki amalegt að geta farið saman á klóið og setið hlið við hlið saman á klóinu... Pottþétt einhver haft "kvennmenn á trúnó" í huga.

En ég setti inn myndir hér til hliðar. Það ruglaðist eitthvað röðin á þeim og ég nenni ekki að laga það ;)

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

HAHAHAHAHAHAHA varstu með skitu í alvöru? skita er fyndin

11:38 PM  
Blogger Katrín said...

Hehehe... Bíddu bara! Það er ekki jafn gaman þegar maður lendir í því sjálfur !

6:15 PM  

Post a Comment

<< Home