Saturday, December 17, 2005

Úfff...

Gríðalega langt síðan ég hef skrifað staf hér inn. Það stendur s.s. til að fara út í einhverjar uppfærslur á þessu bloggi... ég held það sé alveg að hrynja. Það gerist samt ekki fyrr en eftir próf.

Hef setið í prófalestri dauðans! Það var ekkert sérlega sniðugt að hanga á fjöllum fyrstu 10 vikur annarinnar og núna fæ ég duglega að kenna á því. Kom hingað suður og lagðist í lestur.
Tók mér smá frí frá lestri og fór til Póllands með karlanganum mínum, sem og vinnufélögum hans, og mökum, hjá Pálmatré. Alveg magnaður hópur.
Annars hef ég varla litið upp úr bók. Var einnig of upptekin til að mæta í skólann og mæting mín á önninni samanstendur af 3 fyrirlestrum í heildina og einum 5 dæmatímum.

Var einmitt í smá vandræðum, í prófinu í morgunn, þegar mig vantaði smá útskýringu á einu forritunarverkefninu. Þá áttaði ég mig einmitt á því að ég hafði ekki hugmynd um hvernig kennarinn leit út. Kennararnir koma og rölta um stofuna, en við erum í stofu með alls kyns liði úr sagnfræði og líffræði svo ég vissi ekkert hvaða kennari var minn. Sem betur fer kom Kenneth bekkjarfélagi minn mér til bjargar og kallaði á kennarann einhverju síðar. Hann sat svona ská á fyrir framan mig svo ég sá hvernig kennarinn leit út og gat nappað hann í næstu umferð.

En annars verð ég búin í prófum kl. hálf fimm þann 20. desember og ætti að verða orðin viðræðuhæf nokkrum dögum eftir það ;)

Hef ekki keypt eina einustu jólagjöf. Emilía var fengin til að aðstoða með jólakortin, sem trúlega berast ekki fyrr en milli jóla og nýárs.
Íbúðin er undirlögð í læridóti og ekki ein smákaka hefur komið út úr ofninum. Þvílíkt ástand! Í dag er akkurat vika í aðfangadagskvöld.
Er að verða búin að sauma þjóðbúninginn sem ég hef verið að baksast við að gera. Næ ekki að klára alveg fyrir jól en vona að ég fari ekki í jólaköttinn. Hann vill mig hvort eð er ekki ;) enda óæt með öllu.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Tékk

5:08 PM  

Post a Comment

<< Home