Thursday, March 17, 2005

Ósköp líður manni vel þegar maður finnur ekta hrossaskítslykt af sjálfum sér. Við Emilía vorum að koma úr hesthúsunum hans Lilla. Hann bauð okkur með að skoða gæðingana. Þar komumst við í að moka skít, sópa bása, gefa hey og kemba hestum. Við fórum ekki á bak í þetta skiptið, það bíður þangað til næst.
Dreif krakkann í bað þar sem það er skóladagur á morgun og ómögulegt að það verði einhver hrossalykt af henni. Cheerios og mjólk í kvöldkaffi og svo beina leið upp í rúm. Ég er alveg fyrirtaks uppalandi. Lesum smá Fagrablakk áður en við förum að sofa.

Akureyris er samt við sig. Núna snjóar og allt er hvítt. Er búin að vera hérna síðan um helgi og soga í mig orkuna úr norðlenska loftinu. Ég get ekki alveg fest fingur á það hvað það er, en það er einhvern veginn... betra.

Stefnan er tekin á Hvanneyri á morgun og svo var ég jafnvel að hugsa um að kíkja á borgina. Ég get ekki sagt að ég sakni hennar, en ætli ég verði ekki að hugsa smá um þessi svokölluðu börn mín.

Byrjaði eitt erfiðasta og massívasta prjónaverk ævi minnar. Er búin að prjóna eins og mófó síðastliðna 4 daga og það sér ekki högg á vatni. Prjónarnir eru svo fínir að ég stakk mig til blóðs á þumalfingri í öllum hamagangnum. Miðað við 450 lykkjur í hverjum hring, ég er búin með um 40 hringi, sem gera um 18 000 lykkjur í útprjóni á u.þ.b. 18 tímum myndi ég giska, þá ætti þetta að takast á svona 10 ára áætlun.

Reikna með að reyna að mæta í skólann þessa tvo daga í næstu viku þar sem ég er búin að vera alla þessa viku fyrir norðan og ekki svo mikið sem opnað námsbók. Hvar er eiginlega þessi námsgleði mín. Ástæðan er að ég er í 3 kjaftafögum, og kjaftafög á hreinlega að banna. WHY !!!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home