Tuesday, March 29, 2005

Gleðilega páska allir saman!

Er búin að hafa það ósköp gott um páskana. Gummi leigði sumarbústað rétt hjá Hvanneyri þar sem hann er að hjálpa Sirrý systir að smíða grunn. Ég hef svo hlaupið í smíðavinnu öðru hvoru og reynt að læra þess á milli, en það hefur nú þokast lítið.

Fínt að komast í alvöru vinnu stundum, en þvílíkur aumingi sem maður getur nú verið. Við vorum að slá frá í gær og ég er með heljarinnar strengi.
Það hefur nú verið gaman að vita hvað þeir hafa hugsað sem komum með steypuna til okkar á laugardeginum. Við vorum þarna fimm, ég og Gummi, Sirrý og Júlli og Siggi, tengdapabbi Sirrýar. Ég held að þeir hafi allir hugsað hvað aumingja gamli maðurinn var að gera með þessa krakkaafglapa í vinnu. Þeir halda örugglega að það verði aldrei hús úr þessu. Smiðurinn að húsinu, Gummi, er miklu líkari ítölskum mafíósa en íslenskum smið.
Það besta við svona vinnu er að loknum vinnudegi, þá sér maður svo mikið eftir sig, hæflega þreyttur, og svo er það grillið, bjórinn og heiti potturinn á eftir.

Berghildur litla frænka virðist vera orðin ágætlega sátt við þennan afglapa sem kallar sig frænku hennar. Við eigum örugglega eftir að gerast ágætis félagar. Eflaust eftir að gera garðinn frægann einhvern daginn.

En það er nú ekki eitt heldur allt sem hann Guðmundur minn lendir í. Áðan lenti hann í hárgreiðsluleik og þurft að lita á mér hárið. Aðrar eins aðfarir hef ég sjaldan séð og ég lít út fyrir af ætt blettatígra... Það er litur út um allt ! Doppur, greiðuför og fingraför. Hanskarnir sem fylgja með passa enganveginn á Gumma, svo var hann að baksa með greiðuna og túbbuna og þetta endaði allt í klandri. Boy oh boy !

0 Comments:

Post a Comment

<< Home