Wednesday, March 09, 2005

BÓKAMARKAÐUR !!!

Uppáhaldið mitt... keypti fullt af bókum, 13 í fyrstu ferð. Ætla að fara aftur áður en hann hættir. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri, meira að segja fatainnkaup falla algjörlega í skuggann. Þegar ég var lítil þá safnaði ég pening og geymdi hann svo ég gæti notað hann þegar bókamarkaðurinn yrði í mars.
Þarna get ég labbað um dögum saman, skoðað bækur sem ég á eftir að lesa, bækur sem ég hef lesið, fundið bækur eftir nýja höfunda og nýjarbækur eftir gamla höfunda.
Mér finnst samt skemmtilegast að kaupa barnabækur. Ég t.d. fann núna Gustbók sem mig vantaði inn í safnið og Lassý bók líka. Svo keypti ég bækurnar Ferð Eiríks til Ásgarðs... og Jötunheima. Ekki það að ég hef lesið þær svona 7 sinnum, en ég á þær ekki sjálf. Núna get ég lesið þær enn oftar. Svo fann ég Barnabiblíuna, myndskreytta. Ég bara varð að eignast hana. Ég var búin að gefa Emilíu hana en svo langaði mig svo í hana sjálf.
En svo kaupir maður alltaf eitthvað af svona tíbískum bókum, sakamálasögur og ástarsögur. Mig langaði svo í bækur eftir Arnald, en þær eru svo ógeðslega dýrar.

En hvernig á maður að fara að þegar maður er alltaf á flakki og á hvergi heima. Það er ekkert smá mál að vesenast með allar þessar bækur. Ég pakkaði niður í nokkra kassa bókum sem verða ekki teknar upp fyrr en eftir svona 10 ár og setti upp á loft í Einbúablánni. Hvað á maður að gera við þetta allt saman? Ég veit bara að ég ætla að hafa stóra lesstofu í húsinu mínu. Þar verður arinn og minibar og svo bara bækur. 18 og yngri bannaður aðgangur !

Komst að því að ég kem aldrei til með að geta hugsað um barn. Gummi verður bara að sætta sig við það að kellingin hans er óhæf til barnauppeldis!
Ég var að skipta um vatn hjá Alexander, skyldi hann eftir á borðinu meðan ég skolaði búrið og þegar ég snéri mér við þá var hann horfinn. Ég kíkti niður á gólf og þar lá hann greyið í köðli, samanbögglaður. Svo þykist hann alltaf vera dauður þegar eitthvað óvænt gerist. Ég hélt á tímabili að hann væri í alvöru dáinn, ekkert skrítið miðað við að hann datt 30 falda hæð sína niður á gólf. Ég rétti úr honum og svo fór hann smá saman að skríða um gólfið. Hann virðist ætla að fyrirgefa mér þetta. Ég hringdi í Gumma, alveg á háa c-inu, og sagði honum að ég ætlaði aldrei, aldrei að ala upp krakka.
Ég er bara fegin að þetta var ekki krakki á skiptiborði !

Fann óvæntan glaðning í rúminu mínu þegar ég fór að sofa í gær. Lagðist fyrst ofan á sængina og fann eitthvað hart. Var ekkert að pæla í því neitt strax. Svo þegar ég ætlaði að skríða undir sængina þá fann ég eitthvað hart og aflangt, svipti sænginni ofan af rúminu og sá að þetta var víst haglabyssa sem ég var að skríða uppí hjá. Minn ástkæri bróðir ætlaði víst að fá að geyma hana smá tíma, gleymdi bara að minnast á það.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home