Sunday, January 02, 2005

Still alive !!!

Eftir próf fór ég á Hvanneyri og var þar hjá Sirrý systur og fór svo þaðan á Akureyris, stoppaði þar sólarhring eða svo og fór svo norður í Þistilfjörð. Var þar til 29. des og fór þá austur í Egilsstaði. Náttúrulega völdum við til þess alveg kolvitlaust veður.

Vopnafjarðarheiðin var farin á 10 upp í 30 km hraða á klst. Stundum vorum við alveg stopp, sáum ekki neitt. Það var ekki snjórinn sem þvældist fyrir heldur skyggnið. Það var svona keppni á milli okkar hvort okkar sá stiku á undan. Mæli með því að á svona leiðum séu stikur með 25 m millibili. Rokið var þvílíkt að þegar ég fór út úr bílnum til að tala við fólk í öðrum bíl þá gat ég varla staðið fyrir roki.
Á leiðinni sáum við bíla sem höfðu farið útaf, vörubíl sem hafði fokið útaf og bíla sem höfðu verið skildir eftir og Venni í Möðrudal hafði sótt fólkið í bílana. Við komumst samt heim, enda með áralanga reynslu af því að keyra í snælduviltlausu veðri. Uppi á heiðinni fundum við Dag, Emilíu og co. Þegar Emílía var búin að æla út bílinn hjá þeim þá kom hún yfir til okkar og við gátum þá verið bílveikar saman. Greyið Gummi varð bara að umbera það.

Það sem verra var að ég veiktist af pestinni og er búin að eyða síðastliðnum tveim dögum ýmist ælandi eða sofandi.

Var að vonast eftir því að komast í svartfugl, en það er ekkert veður til þess.
Ligg bara heima hjá tengdó, les bækur og hef það nice. Ágætt að vera búin með þessa helvítis pest! Verði ykkur að góðu sem eigið eftir að fá hana, öfunda ykkur ekki af því!

Snillingurinn hann Guðmundur hitti sko naglann á höfðuðið með jólagjöfina í ár! Ég ætla bara að trúa því að hann hafi fundið upp á þessu sjálfur, en hann gaf mér svona lítið GPS tæki. Geggjað flott, ég á varla eftir að þora að nota það. Það er með stórum litaskjá, innbyggðum kortum og huges minniskubb fyrir slóðir, punkta og dót. Alls kyns aukadót í þessu, meira að segja leikir ef maður skyldi nú lenda í því að grafa sig í fönn og leiðast eitthvað ;) Þennan pakka opnaði ég frekar snemma á aðfangadagskvöld og þá var ég komin með allt sem ég þurfti. Ég sat bara og fiktaði í nýja tækinu mínu.
Eitt kom mér líka svo skemmtilega á óvart og yljaði mér svo sannarlega um hjartarætur. Frábært hvað mínar ástkæru amigas þekkja mig vel, snilldargjöf! Þetta var svona lítill ferðakíkir og hann á þokkalega eftir að koma sér vel. Ótrúlegt hvað þeim dettur í hug og hálf ,,krípí" hvað þær þekkja mig vel.
Belladonnaskjalið var jólabókin í ár og skrabble (það eru fleiri en ég sem segja skrambúl!!!) var jólaspilið.

Óskaplega verður samt gott þegar þetta er allt yfirstaðið og regla kemst á hlutina á ný, það er svo fáránlegt að vera að gera ekki neitt. Maður er bara í stanslausum heimsóknum, drekka kaffi og ÉTA, ÉTA, ÉTA... Það er ekkert ákveðið fyrir stafni og maður rekur bara stefnulaust áfram. Sakna þess að hafa smá skipulag í kringum mig.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home