Jæja, nú loksins er þessu jólafríi að ljúka. Stefnan er tekin á Akureyri í dag, aðeins að dúlla mér þar, hitta ættingja og kannski komast á djammið á föstudagskvöldið. Þá á laugardaginn er stefnan tekin suður og stefnt á djamm með Lísu og Beggu á laugardagskvöldið og búðir á sunnudeginum. Eftir það hefst svo hið venjulega hefðbundna líf. Hvað verður það gott!
Fallandaforað
Hel er dóttir Loka og Angurboðu. Hún er systir Fenrisúlfs og Miðgarðsorms. Óðinn kastaði Hel í Niflheim og þar ræður hún yfir níu heimum. Salur Heljar heitir Éljúðnir og nefnist þröskuldur hans Fallandaforað. Þræll hennar heitir Ganglati og ambáttin Ganglöt. Hún matast af disknum Hungri með hnífnum Sulti. Sæng Heljar heitir Kör og rekkjutjöldin blíkjandaböl.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home