Monday, January 17, 2005

Allt er þegar þrennt er!!!

Einhver gaur á stórum jeppa bakkaði á bílinn minn, fyrir utan hótel Loftleiðir, á laugardaginn. Númeraplatan beyglaðist bara og gaurinn var bara frekar fúll og sagði að þetta væri nú svo lítið...

Ég tilkynnti honum bara að ég ætti ekkert í bílnum, væri bara með hann í láni og eigandinn yrði að taka ákvörðun um þetta. Ég var ekkert að segja neitt frá tengslum mínum við hann.

Svo aftur á sunnudaginn var keyrt á bílinn. Við Ringa og Vala vorum fyrir utan Nings, ég stoppaði smá stund til að hleypa Ringu út og þá bakkaði einhver út úr stæði og beint í gömlu beigluna á bílnum. Sú sem kom fyrir jól og ég er enn að bíða eftir að fá brettið sent frá Japan.

Ég sem er alltaf að vanda mig við að keyra varlega, en allt þetta pakk er svo að keyra á mig.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home