Tuesday, October 19, 2004

Þvílíkt dásemdar óveður ;)

Gummi er veðurteftur, átti að fara með flugi í gær kl. 3 en því var frestað til morguns. Tékk kl. 7 í morgun, aftur kl. 9 og þá sögðu þeir að það væri athugun um hádegi. Óskaplega fínt, hann var búinn að elda handa mér MAT, svona alvöru mat, (fisk í raspi) þegar ég kom heim úr skólanum í gær. Mig vantar eiginlega heimavinnandi húsmóður til að sjá um heimilið. Ég verð að vísu svolítið ,,irreteruð" þegar hárbustinn er ekki á réttum stað, dót á eldhúsborðinu og fjarstýringarnar á stofuborðinu eða í sófanum, en það eru svo sem sanngjörn skipti að hann fái að búa þarna ef hann er til í að elda handa mér...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home