Monday, October 18, 2004

Og ég sem þoli ekki BINGO!

Þegar ég var lítil var litla systir mín alltaf með mér, sem var alveg bráðnauðsynlegt eins feimin og óframfærin og ég er. Sem dæmi má nefna það þegar við fórum á Bingo og ég slysaðist óvart til að fá bingo, þá var samið við Grétu systir um að segja bingo fyrir mig og fara og sækja vinninginn. Mér hefði verið sama þó hún hefði hirt hann, ég þoli ekki að fara upp á svið, láta fara yfir tölurnar og taka við vinningi. Mér finnst bara gaman að vera með, það veldur engri eftirvæntingu eða spenningi hvort ég er með eina eða tíu tölur eftir. Það eina sem kemur minni sáluró úr jafnvægi er þegar of fáar tölur eru eftir og möguleikarnir á því að ég þurfi að segja bingo og fara upp á svið. Ég veit ekki hvað það er, en ég þoli það ekki. Ég fæ bara stein í magann og það verður erfiðara að anda. Allir bíða í eftirvæntingu eftir að þetta sé vitlaust svo þeir hafi möguleika á að fá vinninginn, og svo verður fólk fyrir vonbrigðum þegar maður vinnur og það þarf að byrja upp á nýtt. Það er leiðinlegt að valda fólki vonbrigðum.
Þannig er hægt að leiða það út að með því að vinna í bingo veldur maður fólki vonbrigðum, maður verður valdur af því að annað fólk verður af vinningnum sem það langaði í. Mér er alveg sama, bingo er afþreying. Þetta er meira eins og þegar maður borgar fyrir að fara í bío. Maður borgar fyrir tveggja tíma afþreyingu og á ekki von á að koma neitt ríkari út.
Ég hef á tilfinningunni að ég sé ekki í áhættuhóp hvað spilafíkn varðar!

En málið er að ég fór á bingo, og vann! Og ég var ekki með Grétu systir til að segja bingo fyrir mig eða fara að ná í vinninginn. Ég þurfti að fara sjálf.
Fyrst fékk ég girðingastaura, rafting fyrir tvo, hestaferð fyrir tvo og bakpoka. Það var náttúrulega ógeðslega fyndið að ég, sveitalúðinn sjálfur skildi fá girðingastaurana.
Svo fékk ég síma, fínan síma sem kostar 20 000 kall og fullt af fólki langaði í, og fullt af fólki varð fyrir vonbrigðum þegar ég fékk hann; ég var búin að fá vinning. Ég á síma sem mér finnst fínn. Þessi er með einhverju extra minni og hægt að taka stuttmyndir eða eitthvað svoleiðis og extra litaupplausn og blebleble... ég hef ekkert við þetta að gera þar sem ég er símaböðull og kem til með að eyðileggja hann med de samme.
En það var gaman að fá rafting-ið. Ég þarf samt að bíða þar til næsta sumar.


Bekkurinn fór í sumarbústaðarferð um helgina.

Við fórum í bústað, risabústað sem er rétt hjá Borgarnesi. Þemað var Afríka, en við ætlum þangað í útskriftarferð. Allir áttu að mæta í búningi, en fæstir gerðu það samt. Tóku hann bara með, þannig að ég mætti eins og einhver bí-afra freak, kom inn í stofu og allir bara nokkuð eðlilegir. Var að hugsa um að snúa bara við og fara heim aftur, en ákvað þess í stað að það yrði ekki mikið verra úr þessu, skellti í mig kippu af bjór og var nokkuð libo á því eftir það. Hinir fóru svo líka í sína múdderingu og þetta endaði í þvílíka ruglinu. Þetta var alveg mega kvöld og geggjað gaman. Gummi kom með og var svona aðeins að kynnast liðinu, þar sem hann ætlar með okkur til Afríku. Ég held að honum hafi bara litist nokkuð vel á þetta. Ég veit ekki alveg með þegar liðið tók svartan lit og málaði sig allt svart í framan. Hann lifir það af.
En ég mæli samt ekki með því að mæta með sveðju þar sem er fullt af kolrugluðu drukknu fólki ;)


Ég er prýðisökumaður!

Ég var búin að segja Gumma hvað það væri gott að keyra með Víkingi og Láru í bílnum, þau eru svo róleg og ligeglad á því. Svo, þegar Víkingur var kominn vel í glas fór hann að segja Gumma frá því að hann væri nú svolítið hræddur með mér í bíl, það kæmi fyrir að hann væri farinn að halda sér. Og ég sem hélt að honum liði alveg jafn vel og mér. Ástæðan fyrir því að hann hefur sagt svona fátt er eflaust að hann hefur verið lamaður af skelfingu, en ég skil nú ekki af hverju það ætti að vera.
Það er að vísu ekki nema vika, eða tvær, síðan ég fór að keyra í Reykjavíkurborg, en það gengur bara ótrúlega vel. Málið er að rata, ekki keyra bílinn; ég er mjög góð í því en rata ekki neitt.
Ég veit bara að hemlunarvegalengd á þurru malbiki er 44 metrar (miðað við 70 km/klst) og ég nýti mér það. Ég þarf ekki að byrja að hemla fyrr en um stikulengd er að stöðvunarmarkinu. Þetta myndi ég einmitt kalla góðann ökumann! Ekkert óþarfa vez... og hvað er fólk að kvarta yfir því ,)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home