Friday, October 15, 2004

Kata Þrastar sendi mér þennan snilldar lista. Ég ætla að benda Gumma að fara inn á bloggið og lesa hann og læra mjög vel !

Hér er mjög mikilvæg orðabók sem allir eiginmenn ættu að læra vel !

Við verðum = Ég vil

Þú ræður = Þér ætti að vera orðið ljóst hvað ég vil

Gerðu það sem þú vilt = Ég næ mér niður á þér síðar

Við þurfum að ræða saman = Ég þarf að leggja fram nokkrar kvartanir

Ég er ekkert æst = Auðvitað er ég æst, fávitinn þinn

Ég er ekkert tilfinningasöm, ég er ekki að gera úlfalda úr mýflugu
= Ég er á túr

Slökktu ljósin = Ég er ekki sátt við sjálfa mig

Bílinn er að verða bensínlaus = Farðu og fylltu tankinn

Ruslapokinn er fullur = Farðu út með ruslið

Hundurinn er að gelta = Farðu fram úr og athugaðu hvort eitthvað sé


Okkur vantar ný gluggatjöld = ...og parket og málningu og húsgögn
og teppi...

Mig vantar nýja skó = Ég kann ekki lengur við hin 40 pörin

Þú verður að læra að tjá þig = Vertu bara sammála mér, það er
auðveldara

Ertu að hlusta = Of seint, þú ert búinn að vera

Þetta er allt í lagi = Þú færð að borga fyrir þetta síðar

Já = Nei

Nei = Nei

Kannski = Nei

Fyrirgefðu = Þú átt eftir að sjá eftir þessu

Hvernig finnst þér maturinn = Það er fljótlegt að búa þetta til svo
það er best fyrir þig að venjast honum

Var barnið að gráta = Drullaðu þér á lappir og sinntu barninu

Ég er ekki að öskra = Ég er að öska af því það er mikilvægt sem ég
er að segja

Elskarðu mig? = Ég er rétt bráðum að fara að biðja þig um nokkuð
sem kostar drjúgan pening

Hvað elskaður mig mikið? = Ég gerði nokkuð í dag sem þú átt eftir
að hata mig fyrir

Ég verð enga stund = Farðu úr skónum og komdu þér vel fyrir fyrir
framan sjónvarpið á meðan þú bíður

Er rassinn á mér siginn? = Segðu mér að ég sé falleg

Baðherbergið er svo lítið að maður kemst þar varla fyrir = Ég vil
nýja íbúð

Við ætlum bara að kaupa súpuskálar =Ég þarf líklega ekki að taka
það fram að við munum líka kíkja við í nokkrum fatabúðum, líta við
í snyrtivöruverslunum og svo var ég að frétta að það væru komnar
nýjar vörur í búsáhaldadeildina og að það væri útsala í
sængurfatadeildinni og Ó, guð, hvað þessi bleiku rúmföt færu vel
við svefnherbergið ef við myndum mála það í stíl og skipta um
gluggatjöld.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home