Friday, October 01, 2004

Jæja, þá er helgin framundan...

Síðasta var alveg úber!!! Þá fórum við fimm stelpur saman í sumarbústað og vorum þar alla helgina, átum og drukkum og spiluðum á spil. Lágum í heitapottinum og sváfum frameftir. Gerist ekki betra. Maður var eiginlega hálf eftir sig eftir svona helgi, maður var alveg að puða við að slappa af og láta fara vel um sig.

Helgin sem framundan er byrjar á eftir. Er að fara á Hvanneyri á eftir, fæ far með Hadda. Fer svo þaðan yfir í Víðidalstungurétt. Þar verður réttað á laugardaginn. Hef aldrei farið þangað, bara á Laufskálarétt, til sælla minninga... Í Víðidal hef ég eiginast ágætis ölskyldu, fór á þorrablót með þeim í fyrra og þau koma líklegast ekki til með að losna við mig eftir það ;) Þau nefninlega búa á bænum sem er beint á móti ballstaðnum, 50 metrar eða svo.
Mér sýnist nú á öllu að ég þurfi á regngallanum að halda, Gummi tekur hann með að austan. Ég hef ekki kunnað við það enn að mæta í appelsínugulum sjógalla í skólann, þó svo að það væri með öllu réttlætanlegt.

En þar sem fjárhagurinn fer hallandi, þá fann ég þessa fínu vinnu með skóla. Ég þarf ekki að gera neitt, nema... stay alive! Það er nefninlega fyrirtæki sem vantar sjálfboðaliða til að gera lyfjatilraunir á, og borgar manni helling fyrir. Ótrúlega sniðugt. Þannig að ég er s.s. að fara á eftir í læknisskoðun (fæ meira að segja fría læknisskoðun) og svo fæ ég eitthvað gumms og þarf bara að segja frá því hvað gerist og þeir fá blóð úr mér öðru hvoru.
Ég get samt ekki að því gert, að mér dettur alltaf í hug myndin þar sem svarti gaurinn tekur þátt í þessu og fær svona supervision á allt, svo meig hann grænu... muniði?
En ég efast samt um að það gerist, ef svo er þá óska ég eftir ofur-straumfræði-greind. Lo necesito ahorita!

En hafið það gott um helgina, caio

0 Comments:

Post a Comment

<< Home