Geðveiki eða hvað?
Ég var heima á Gunnarsstöðum. Það var vor, allt frekar blautt og rakt; jörðin var að koma undan snjó. Ég var eitthvað að rölta á milli húsanna og fór meðal annars til ömmu niðurfrá. Svo byrjuðu skrítnir hlutir að gerast, og þeir komu mér bara ekkert á óvart. Það voru naut um allt, svört naut. Þetta voru nokkurs konar holdanaut, frekar loðin, þrekin og lágvaxin; það var eins og þau væru dáleidd eða í einhverri leiðslu. Augun í þeim voru alveg svört og tóm og þau voru ekkert að tuddast eða fíflast, alveg róleg. Það var eitthvað mission í gangi, það var einhver ástæða fyrir því að þau voru þarna og ég vissi af hverju, en ég man það ekki núna. Þau vildu fá eitthvað sem ég, eða við, vorum með undir höndum. Ég vissi hvað það var, en vildi ekki láta þau fá það. Ég veit ekki hvað það var. Það voru fleiri þarna, ég man eftir fólki í kringum mig en ég veit ekki, man ekki hverjir það voru. Mig rámar samt í að amma niðufrá var þarna; ég var jú heima hjá henni. Hún viðkom þessu samt ekkert virðist vera, hún var alveg eðlileg og fannst þetta allt saman mjög eðlilegt.
Eitt nautið, (þau voru nokkur) komst inn á gang hjá ömmu, ganginn þar sem maður fer inn í húsið og ætlaði upp stigann. Ég skaut það. Það lippaðist niður og dó. Það kom svona wird moment, þar sem allt þagnar. Ég lokaði húsinu hljóp upp á efrihæð, inn í stofu og að glugganum þar sem afi fylgist alltaf með umferðinni. Nautin voru orðin miklu fleiri og voru að raða sér upp og fara í röð inn í garðinn til Laufeyjar, þarna fyrir neðan húsið þar sem grænmetisgarðurinn er, framhjá glugganum hennar Sunnu og þar inn um hliðið. Hægt og rólega og hálfpartinn liðuðust áfram, það lá við að einhver spilaði á orgel undir. Da dadaram da da dadada.
Ég stóð bara við gluggann, með riffilinn og horfði á.
Svo vaknaði ég.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home