Friday, September 03, 2004

Lífið er undarlegt...

Ég náði prófinu en gæsaveiðin fór um þúfur; réttara sagt, byssan fór í tætlur. Einhver gormur eyðilagðist, sem heldur við fjöðrina sem hendir út skotunum og hún læstist. Það eina sem ég gat gert var að rífa hana sundur, taka hlaupið af setja fjöðrina á sinn stað, troða henni saman setja eitt skot í og skjóta og svo byrja upp á nýtt. Í sandi og drullu niðri við ósa Jöklu og rétt að koma myrkur, þetta eru nú ekki beinlínis kjöraðstæður til viðgerða.
Við Gummi vorum með húsbíl sem við lögðum við eyðibýli þarna til að geta náð morgunflugi líka, en miðað við það sem á undan gékk kúrðum við bara þegar gæsirnar flugu yfir.
Næsta verkefni er að fá einhvern til að skutla mér með byssuna í viðgerð og fá nýjann gorm. Þar lauk gæsaveiðinni minni haustið 2004, nema ég kannski fari austur eina helgi eða svo. Kemur í ljós. Ekki hef ég geð á því að skjóta fituhlussu-brauð-gæsirnar sem eru hérna á flakki.

Nú er ég byrjuð í skólanum og sit meira að segja í straumfræðitíma akkurat þessa stundina. Ég held að þeir ætli að drepa okkur úr verkefnavinnu þessa önnina, halda kennarar að nemendur séu stökkbreytt afbrigði af fólki með 48 tíma í sólarhring.

Fór í ræktina í gær. Tók rassinn fyrir á þrepgræjunni, með þessu áframhaldi fer hann línulega vaxandi út í hið óendanlega. Það er spurning um að draga úr hraðanum. Fór í fyrsta bodycombat tímann og var hreinlega heppin að slasa ekki sjálfan mig og aðra. En batnandi manni er best að lifa.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home