Issue dagsins í dag
Ég er, eða stefni að, að ná mér í háskólapróf í strætóferðum. Við Ringa fórum í gær, heilan hring með strætó og ég lærði bara ótrúlega mikið á því. Erum að gera verkefni í samgöngutækni. Þannig að sjálfur sveitalúðinn er langt kominn með að læra á strætó, og þegar betur var að gáð þá virðist þetta vera ótrúlega einfalt. Það eina er að maður þarf að rata smá. Ég er nú þriðja veturinn minn hérna og ekki enn farin að keyra bíl, en ótrúlegt en satt þá hefur aðeins síast inn. Ég minnst kosti rata niður í bæ og veit hvar Kringlan er og rata yfir í Vesturbæinn.
Málið er bara að þegar maður keyrir ekki þá ratar maður ekkert og þegar maður ratar ekkert þá er bara ekkert vit í því að setjast undir stýri. End of story. Mér finnst hvort eð er svo leiðinlegt að keyra, það er svo þægilegt að vera farþegi og gaufast í eigin hugarheimi á meðan einhver annar hefur fyrir hlutunum.
Maður þarf líka að vera nett geðveikur að keyra hérna í Reykjavík. Fyrir utan það að keyra bílinn, skipta um gír og stýra, bremsa og gefa í (sem hefur svo sem sjaldnast háð mér), þá er fólk út um allt, aðrir klikkhausar á bílum, margar akreinar, ljós og biðskyldur. Maður á að fylgja umferðareglum, rata og keyra bílinn. Ég get ekki labbað og tuggið tyggjó á sama tíma!
Á þessum forsendum er hægt að leiða út að um helmingur landsmanna er meira og minna klikkaður, og svei mér þá ef það er ekki nærri lagi.
Fáránleiki lífs míns
Þegar ég var í grunnskóla gerði ég hvað ég gat að sleppa leikfimi, passaði að fá alltaf að vera í tónlistarskólanum akkurat þegar leikfimin var og slapp oft og iðulega við minnst kosti helminginn af tímanum, ef ekki allann.
Í framhaldsskóla gerði ég heiðarlega tilraun til að telja kennaranum mínum trú um að ég væri algjörlega ósynd (sem er ekki fjarri lagi) og gæti ekki farið í skyldusund. Allar mögulegar ástæður voru fundnar til þess að þurfa ekki að fara í leikfimi, þangað til ég komst að því hvað það gerði einkunnunum á því sviði. Tékkaði meira að segja á því hvort ég mætti ekki skila inn aukaeinkunnum í bóklegu og fá því að sleppa þessum skyldueinkunnum. Virkaði ekki heldur. Fjögur ár, níu mánuði á ári, tvisvar í viku, hreint helvíti!
Nú er ég komin í háskóla og hvað... engin skylduleikfimi. Þannig að við, stelpurnar í bekknum, tókum okkur saman og fengum tíma í íþróttahúsi háskólans einu sinni í viku til þess að fara í körfubolta, fótbolta, bandí eða eitthvað.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home