Wednesday, September 22, 2004

... hér vil ég una alla mína ævidaga...

Fann paradís. Er enn í Mjóafirði og er að velta því fyrir mér að setjast bara hér að. Hitti hér sjálfan forsetisráðherrann og heilsaði honum meira að segja. ( Hann var í afmæli hjá Vilhjálmi, fyrrum menntamálaráðherra, sem var 90 ára á mánudaginn. ) Er búin að vera með hendina í spritti og er að velta því fyrir mér hvort ég þurfi nokkuð að láta fjarlægja hana. Óttaðist að þeir finndu kommalyktina, en það slapp til. Ég hef minnst kosti ekki verið úthýst enn ;)
Lóguðum hönunum á bænum í morgun, þeir hlupu um hauslausir um allt bæjarhlaðið. Fúsi hljóp um hænsnabúrið og náði þeim og hjó þá fyrirhafnarlaust. Svínið hér er algjört æði, og þráhyggja mín gagnvart svínum fer línulega vaxandi.

Trufla smiðina öðru hvoru. Þeir reyna að nýta eitthvað út úr mér, ég fæ að sópa og svona. Gumma finnst nú ekki leiðinlegt að hafa verkfræðinema í vinnu hjá sér (sjálfboðavinnu) og geta látið hann laga til og sendast til og frá. Ég er að reyna að koma honum í skilning um að ég geti líka farið í sjálfboðavinnu til Mosambik án þess að hann hafi eitthvað um það að segja.
Hérna er risa laxeldi og mig langar svo að fá að fara með köfurunum út. Þeir vinna við það að athuga kvíarnar. Mig langar sérstaklega mikið að prófa spíttbátinn sem þeir eru á, en ég þori bara ekki að spyrja. Ofurkafbáturinn sem Háskólinn á Akureyri á er hérna og þeir eru að prófa hann hérna í firðinum.
Hér er líka ofurmikið að borða. Jóhanna eldar ekta sveitamat alla daga, helst tvíréttað bæði í hádegismat og kvöldmat. Ósköp er það ljúft. Við bökuðum hundruði pönnukaka áðan því Hólaskóli var að koma í heimsókn (fiskeldisdeildin) að skoða laxeldin.
Í mat eru líka vegagerðarkarlarnir sem eru að laga veginn.

Það er s.s. heilmikið líf í þessum litla firði, en samt svo rólegt og indælt. Ég reikna samt með að fara suður fyrir helgi svo ég komst með stelpunum í sumarbústað um helgina

Það verður samt með trega sem ég yfirgef þennan stað og á pottþétt eftir að koma hingað aftur. Þau losna ekkert við mig greyin héðan í frá...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home