Hringiða geðveikinnar á sér ekkert upphaf og engan endi
Alveg ótrúlegt. Ég er núna búin að hafa þó nokkurn tíma til að læra fyrir þetta blessaða próf sem ég er að fara í á morgun. Mér fannst þetta frekar, eiginlega óyfirstíganlega, leiðinlegt fag en núna, loksins þegar ég drattaðist til að skoða þetta eitthvað þá er þetta bara ótrúlega sniðugt og reiðinnar ósköp af alls kyns speki, þarna á milli í allri þvælunni, sem þessi bók býður uppá. Þannig að eftir að hafa eytt u.þ.b. 110 dögum í þessu fagi þá allt í einu fattaði ég að það er kannski ekki alveg út í hróa... síðasta sólarhringinn fyrir próf, og náttúrulega aðeins of seint því núna langar mig að geta lært svona aðeins lengur og stúderað þetta pínulítið, ekki bara að læra þetta til að fara í gegnum prófið. Ég á enga kostra völ og þarf því að þjösnast í gegnum þetta án þess að fá nokkuð að upplifa í þessu fagi sem eitthvað varið væri í. Líkt og fyrri daginn, sumt breytist aldrei. Ég er bara búin að eyða 16 árum af minni lítilfjörlegu ævi í skóla, það er nú kannski ekki hægt að ætlast til þess að maður fatti allt og læri inn á allt í fyrstu, annari jafnvel þriðju tilraun, en þetta er ÞRÍTUGASTA OG ÖNNUR prófatíðin mín. Segir þetta manni ekki eitthvað? Hverjar eru líkurnar á því að þetta gangi í þrítugustu og þriðju tilraun? En ég ætla ekki að fara að hugsa fyrir því strax.
Er að hugsa um að fara á morgun og kaupa mér línuskauta og gá hvort það hjálpi mér ekki við stærðfræðiprófið. Það er aldrei að vita, það er örugglega alveg eins góð tillaga og hver önnur. En best að læra smá vatnafræði !
0 Comments:
Post a Comment
<< Home