Ágætis viðbót við síðustu skrif, stal þessari mynd af Gunna. Vona samt að þetta gildi ekki núna fyrst stærðfræðiprófið er næst !
Fallandaforað
Hel er dóttir Loka og Angurboðu. Hún er systir Fenrisúlfs og Miðgarðsorms. Óðinn kastaði Hel í Niflheim og þar ræður hún yfir níu heimum. Salur Heljar heitir Éljúðnir og nefnist þröskuldur hans Fallandaforað. Þræll hennar heitir Ganglati og ambáttin Ganglöt. Hún matast af disknum Hungri með hnífnum Sulti. Sæng Heljar heitir Kör og rekkjutjöldin blíkjandaböl.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home