Ég nenni ekki að læra meir... ég er totally búin á því og það er eitt próf eftir, reiknileg aflfræði á morgun. Uppáhalds fagið mitt og ég hreinlega nenni ekki að læra það. Horfði meira og minna á danska brúðkaupið í dag. Sá allt kóngafólkið, tók þetta meira að segja upp svo ég geti horft á þetta aftur...
En hvar er lokaspretturinn... mér líður eins og ég hafi hlaupið 41.950 kílómetra og ákvað þá að það væri komið nóg af svo góðu. Mig langar að sofa út á morgun, prófið er eftir hádegi. Ég er búin að fá nóg af því að vakna kl.6 á morgnana og fara að læra og læra samt frameftir á kvöldin. Mér er illt í öxlunum og orðin stíf í hnakkanum af því að sitja við skrifborðið og stara á bækurnar. Þetta er bara ekki hollt... Held áfram að hugsa, einn sólarhring enn, bara einn enn. Sólarhringar hafa liðið frekar fljótt hingað til, en ég nenni ekki að upplifa akkurat þann næsta. Nema kannski bekkjarpartýið á Gauknum annað kvöld.
En það þýðir ekki að væla þegar nálgunar-brúunar-föll bíða eftir að vera leidd út... Crap!!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home