Friday, March 12, 2004

Loksins búin að fá nýja tölvu. Þeir gáfust alveg upp á mér og létum mig bara fá nýja tölvu. Veit ekki einu sinni hvað var að hinni.

Setti inn nokkrar videoklippur á netið. Ef gífurleg mótmæli verða þá má kippa þeim út aftur, kannski fyrir góða summu...

Hér gerist lítið. Ragga frænka, litla feita barnið, er í heimsókn. Vísindaferð með MA... Man eftir því að þegar ég fór, þá fór ég í fyrsta sinn á skemmtistað í Reykjavík og það var á Spotlight með Ómari, Bubba og Halla. Þá var ég náttúrulega algjör sauður í Reykjavík. Núna er ég bara aðeins minni sauður, sauður engu að síður.

Er að gera verkefni í reiknilegri aflfræði og verð ábyggilega orðin vitstola áður en vikan er öll.

Það er búið að vera alveg vibba veður hérna. Hvað getur eiginlega rignt mikið hérna í Reykjavík, á þetta sér engin takmörk. Sammála því sem Nonni Bergmann sagði um monsoon-tímabilið, það er bara ekki tímabil hér í Reykjavíkur borg heldur monsoon-óendanleikinn !!!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home