Thursday, March 18, 2004

Klukkan er átta að morgni og ég er svvvvooooo þreytt. Var að læra til fimm í nótt, svaf til hálf átta og er að manna mig í að byrja að læra. Ástandið er frekar bágborið, mig svíður í augun, ég get ekki borðað morgunmat, mér er illt í herðunum og mig langar meira en allt til gefa skít í þetta og fara bara að sofa. Rúmið er fyrir aftan mig. Bjó samt um það og hendi blöðum og bókum í það svo að það er aðeins minna aðlaðandi. Gerði tilraun til að borða morgunmat, liggjandi fram á eldhúsborðið og hallaði augunum aðeins aftur í smá stund á meðan, matarlystin var bara ekki upp á marga fiska. Var líka bara hrædd um að sofna þarna og vakna ekki fyrr en um hádegi. Gummi vaknaði öðru hvoru í nótt og spurði hvernig gengi og hvort ég ætlaði ekki að fara að koma að sofa. Þegar ég fór að sofa þá brýndi ég það fyrir honum að hann yrði að koma mér fram úr rúminu áður en hann færi í vinnuna. Hann hafði ekki brjóst í sér til að breyta neinni hörku við það en ég vissi að ef ég héldi áfram að sofa eftir að hann færi, þá myndi ég bara sofa forever.
Ástæðan fyrir þessu öllu saman er verkefni í skólanum (sem ég á að skila kl.4 í dag,) sem er dæmt til að vera glatað. Ég kem ekki til með að leysa það af neinni snilld héðan í frá, veit ekki hvort ég næ að leysa það yfir höfuð. Kl. 4 ætla ég að sofa og sofa þangað til hálf átta á morgun. Þetta er s.s. ekki hinn venjulegi fimmtudagur þar sem ég ætti að vakna kl. hálf átta, fara með Láru í ræktina, læra smá, kíkja svo í skólan eftir hádegi, og læra svo smá meira ef ég hef geðheilsu í það. Mágkona Gumma ætti nú að hæðast meira að mér fyrir að ,,ég sé alltaf að læra", til hvers heldur fólk að ég hafi flutt til Reykjavíkur? En þó svo að ég sé í ríkisreknum skóla, á kostnað almennings mennta ég mig náttúrulega eins og sannur kommi, þá má ég alveg prjóna mér lopapeysu, og elda mér mat, eða sjá mann og annan án þess að nokkrum komi það við. Fólki almennt kemur bara ekki shit við hvað ég er að gera yfir höfuð, sérstaklega ekki ef það á að vera eitthvað skítkast útaf því, ég á mig sjálf ! Ég held að jákvæðnin og lífsgleðin skíni nú ekki beinlínis úr þessu bloggi en hættiði þá bara að lesa það ef ykkur finnst það leiðinlegt !!! Hafðu þig þá bara HEIMA !

0 Comments:

Post a Comment

<< Home