Sunday, March 28, 2004

Hah... gerði góðan díl í dag. Var að vesenast með stærðfræðina og Gummi sat inni í herbergi og var að leysa eitthvert íslenskuverkefni. Bakaði súkkulaðiköku, Betty náttúrulega og bauð svo Hóu og Láru í kaffi, þ.e. stærðfræðingnum og íslenskufræðingnum. Svona er maður snjall.

Lára fór að fikta í píanóinu mínu sem allt í einu fór að spila lag sem ég vissi ekki að væri þarna. Nú er ég búin að finna fullt af fleiri lögum sem ég hafði ekki hugmynd um. Er bara búin að eiga þetta píanó í 3 ár. Svona er maður vitlaus.

Er með strengi eftir spinning í gær. Fór með Láru í hádeginu, en við hittum ekkert á neitt spes tíma því kennarinn spilaði bara píkupopp og hjólin voru eitthvað furðuleg. Það er svona eins og ég hafi setið á hesti síðastliðna 60 klst. en það er frekar sárt þegar rasskinnarnar nuddast saman. Ég sé ekki alveg þarna afturfyrir en mig grunar að það séu bæði blöðrur og blæðandi sár. Ég reyni bara að hafa mig hæga og labba jafnfætis ;) Svona er ég í góðu formi. Hvernig er eiginlega með þá sem fara reglulega í spinning, eru þeir búnnir að safna siggi í massavís eða hvað?
Ef þið viljið sjá hvernig rassinn á broskarli lítur út.

Gummi eldaði steik í kvöldmatinn. Við finnum alltaf einhverjar svínasteikur á útsölu og eldum okkur herramanns máltíð öðru hvoru. Ég borðaði svo mikið að núna er mér eiginlega bara illt í maganum. Það er til mikils að vera að reyna að koma sér í form og verða fitt þegar maður étur svo eins og svín...hmmmm, eða hreinlega étur svín öllu heldur. Svona er maður nú gráðugur.

Var að reyna að koma einhverju lagi á hárið á Gumma. Fékk á endanum að setja djúpnæringu í það. Það mátti sko enginn vita að hann hefði þurft að sitja með "djúpnæringu" í hárinu og plastpoka á hausnum í heilan hálftíma. Stundum veit ég ekki hvar ég fann þennan frumbyggja minn. En ég hef svo sem alltaf verið frekar fyrir svona frumleika, ég vil sko ekki sjá þessa mjúku menn. Engu að síður er það ekki mitt starf að stjana við hann, honum var nær að ná sér ekki í svona "mjúka" konu. Að þessi indælis maður skuli enda uppi með svona hex, svona er maður nú heppinn ;). Það gæti nú samt verið verra

0 Comments:

Post a Comment

<< Home