Monday, March 15, 2004

Fór í ræktina áðan. Var bara að hjóla og hafði ekkert að gera nema hugsa á meðan. Strit og puð og á 25 minútum náði ég að hjóla út á Þórshöfn að heiman. Það eru rétt rúmlega 300 hitaeiningar. Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég þurft að hjóla til baka aftur, en þar sem hjólið snerti ekki jörðina hætti ég þessu helvíti. Fór að spá í þessar 300 hitaeiningar og fletti því upp á netinu. Ef ég hefði nú drattast til að hjóla heim aftur þá hefði ég mátt borða (bara eitt af þessu):

41 karamellu
1750 ml. fjörmjólk
9 egg
35000 ml. kaffi
280 ml. wiskey
rúmlega tvö snickers
595 g af reyktri ýsu
945 g kartöflur
235 g blóðpmör
eða 380 g kjúkling... NB. með skinni !

... og ég hjólaði ekki einu sinni til baka aftur...
Spurningin er... hvort á ég að hafa wiskey og soðin egg í kvöldmatinn eða kartöflur og kaffi?

Það stendur samt að... flestir sem fara í megrun borða of lítið og missa því vöðva en ekki fitu... Gummi skal sko fá að heyra þetta því hann heldur því fram að ég éti of mikið !!! Því ætti ég frekar að velja wiskey og soðin egg... það verður gaman að sjá svipinn á Gumma. Hann var ekki svo ánægður þegar við vorum í Guatemala og fengum eitt soðið egg í kvöldmatinn, meira að segja afi hefði ekki getað fussað hærra og betur og vanþóknunin var skiljanleg á hvaða tungumáli sem var. Kannski bætir wiskey-ið það upp.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home