Núna heyrist ekki mannsins mál hérna. Gummi og Halli arga hvor í kapp við annan og hneykslast á íslenska landsliðinu. Það er greinilegt að þeir geta miklu betur. ... ,,ef þeir skora ekki núna þá eiga þeir ekki skilið að koma heim aftur"...
Okkur var boðið út að borða í gær. Björgvin (bróðir Gumma) og Katrín buðu okkur á hlaðborð á Hótel Loftleiðum. Björgvin var að útskrifast frá Tækniháskólanum og kom til að vera við útskriftina. Átum gjörsamlega á okkur gat, virkilega góður matur. Fengum m.a. þorramat, fiskrétti og lamba- og nautasteik. Rauðvín með og kökur, ís og kaffi á eftir. Með þessu áframhaldi fara fötin að rifna utan af okkur og við neyðumst til að endurnýja fataskápinn og stækka útidyrahurðina. Matur, matur, matur... virðumst ekki hugsa um annað. Erum að auka öryggisbyrgðirnar og höfum öryggisbilin all rífleg.
Fékk mér slatta af rauðvíni og ég veit ekki af hverju, en það virðist allt fara í kinnarnar á mér og ég verð hreinlega eins og tómatur á litinn. Ég ætti að fara að láta Kára athuga þetta og gá hvort að hann finni einhver tómatagen. Sem betur fer fékk ég ekki tómat-plöntu-vellyktandi genið ;) Eða var það paprika; man það ekki alveg. Þá rauð paprika ;)
Þorrablótið heima var í gær og ég þarf endilega að drífa mig og heyra í Grétu systur til að fá nýjustu fréttir.
Erum kannski að fara á þorrablót með Sirrý systur og Júlla næstu helgi. Það væri nú ágætt að komast á eitt alvöru þorrablót, það er að verða býsna langt síðan ég fór síðast; man ekki einu sinni hvenær það var.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home