Monday, January 12, 2004

Loksins er ég komin með eigin heimasíðu og núna get ég deilt hugsunum mínum viðstöðulaust með öðrum, í beinni á netinu. Það kemur svo bara í ljós hversu dugleg ég verð að skrifa inn á hana.
Gummi er kominn heim með kristalinn sem við keyptum í gær og gleymdum svo í búðinni. Veit ekki hvað konugreyið hefur hugsað þegar hún fann pokann með öllu draslinu í. Keyptum okkur svona ,,snobb" koníaks-karöflu og glös með. Höfum svo sem ekkert með þetta að gera eins og er, en þetta lítur ágætlega út uppi í hillu.

Frá jólunum er svo sem lítið að segja nema að ég komst í ágætis jeppaferð inn í Hvammsheiðarkofa. Lagt var í hann 2. jan, en færið var svo þungt að við gerðum ekki annað en koma okkur inn í kofa og til baka daginn eftir. Í för voru Axel bróðir, Fanney (kærasta Axels), Dagur (pabbi Emilíu), Gummi og ég. Við vorum á þrem bílum, Axel á langflottasta bílnum en sá hinn sami hafði einnig hvað hæðstu bilannatíðnina.
Við höfðum með okkur svínahamborgarahrygg, rauðvín, kartöflur og allt til sósugerðar, sem og eitthvað meðlæti, laufabauð, mysing, fullt af smákökum og konfekti, osta og vínber. Svo var bara haldin veisla.



Fína, fína Stakfellið

0 Comments:

Post a Comment

<< Home